Tuesday, May 22, 2007
Ekki rekin
Ég hafði samband við stéttarfélagið strax á föstudaginn. Ég fékk staðfestingu á því að það væri ekki hægt að reka starfsmann eftir 1 ár í starfi, án þess að veita honum fyrst skriflega áminningu. Þannig brottrekstur væri einungis leyfður ef starfsmaður hefði verið staðinn að þjófnaði. Að auki væru uppsagnir í gegnum síma marklausar og þar af leiðandi væri dóttir mín ennþá í starfi.
Þannig að ég hringdi í eiganda H.H. og fræddi hann aðeins um kjarasamninga. Hann var mjög kurteis og vildi helst fá dóttur mína aftur í vinnu. Hann sagði að vaktstjórinn hefði brugðist allt of harkalega við (hún er dóttir hans) og hefði ekki haft leyfi til að reka hana og hvað þá í gegnum síma. Þar sem stéttarfélagið ráðlagði mér að hafa allt skriflegt, fór ég fram á að dóttir mín mætti segja upp, því hún gæti ekki hugsað sér að vinna þarna áfram. Hann samþykkti það, svo ég setti saman bréf og lét hann skrifa undir til staðfestingar. Passaði mig að taka fram í bréfinu að starfslok væru sama dag, skv. samkomulagi, svo þeir gætu ekki gert kröfu á að hún ynni mánaðar uppsagnarfrest.
Kannski aðeins of formlegt, en stéttarfélagið sagði mér að hún gæti lent í vandræðum ef hún hefði þetta ekki skriflegt. Það eru víst til dæmi um það að fólk segi upp (ekki skriflega) og fái svo frádrátt á næsta launaseðli fyrir “óunnar” vaktir, því atvinnurekandi þykist ekki kannast við að viðkomandi starfsmaður hafi sagt upp.
Þannig að ég hringdi í eiganda H.H. og fræddi hann aðeins um kjarasamninga. Hann var mjög kurteis og vildi helst fá dóttur mína aftur í vinnu. Hann sagði að vaktstjórinn hefði brugðist allt of harkalega við (hún er dóttir hans) og hefði ekki haft leyfi til að reka hana og hvað þá í gegnum síma. Þar sem stéttarfélagið ráðlagði mér að hafa allt skriflegt, fór ég fram á að dóttir mín mætti segja upp, því hún gæti ekki hugsað sér að vinna þarna áfram. Hann samþykkti það, svo ég setti saman bréf og lét hann skrifa undir til staðfestingar. Passaði mig að taka fram í bréfinu að starfslok væru sama dag, skv. samkomulagi, svo þeir gætu ekki gert kröfu á að hún ynni mánaðar uppsagnarfrest.
Kannski aðeins of formlegt, en stéttarfélagið sagði mér að hún gæti lent í vandræðum ef hún hefði þetta ekki skriflegt. Það eru víst til dæmi um það að fólk segi upp (ekki skriflega) og fái svo frádrátt á næsta launaseðli fyrir “óunnar” vaktir, því atvinnurekandi þykist ekki kannast við að viðkomandi starfsmaður hafi sagt upp.
Comments:
<< Home
Flott hjá ykkur - skemmtilegast hefði samt að fara með þetta í blöðin hehe - það hefði nú heldur betur verið léleg reklame fyrir bissnessssinnnnnn
Post a Comment
<< Home