Tuesday, May 01, 2007
Ein stór fjölskylda
Fjölskyldan mín fer stækkandi þessa dagana. Litli bróðir er farinn að búa og fylgir einn lítill krúttaralegur strákur þar með í kaupbæti. Það er sko ekki verra. Bróðir minn á einn strák á svipuðum aldri, sem er algert draumabarn og eftirlæti allra í fjölskyldunni. Ég er alger barnakelling og er því yfirleitt alveg tilbúin til að passa litla frænda, enda er hann löngu búinn að bræða hjartað í mér. Systir mín fór svo að búa í hittífyrra og þar fylgdu tveir gaurar með í kaupbæti. Þeir eru aðeins eldri en minn gaur og passa því mjög vel í hópinn. Það hefur því heldur betur orðið stækkun í fjölskyldunni á undanförnum árum.
ENNN hér kemur það sem gleður hjarta mitt mest þessa dagana. Litla systir mín er ófrísk að sínu fyrsta barni og ég á því von á "nýju" barni til að dekra við í okt/nóv. Hún á að vísu mjög bágt greyið, er búin að vera með uppköst í sjö vikur og þurfti að fá næringu í æð um síðustu helgi. Ég finn voðalega mikið til með greyinu, enda verður hún alltaf litla systir mín og ég því alltaf að passa hana. Ég er líka strax búin að bjóða mig fram til að passa. OG ég er byrjuð að prjóna.
ENNN hér kemur það sem gleður hjarta mitt mest þessa dagana. Litla systir mín er ófrísk að sínu fyrsta barni og ég á því von á "nýju" barni til að dekra við í okt/nóv. Hún á að vísu mjög bágt greyið, er búin að vera með uppköst í sjö vikur og þurfti að fá næringu í æð um síðustu helgi. Ég finn voðalega mikið til með greyinu, enda verður hún alltaf litla systir mín og ég því alltaf að passa hana. Ég er líka strax búin að bjóða mig fram til að passa. OG ég er byrjuð að prjóna.
Comments:
<< Home
Takk, takk. Sko, mín byrjaði að prjóna hneppta peysu, en þar sem ég er þekkt fyrir fljótfærni láðist mér að lesa alla uppskriftina áður en ég byrjaði. Þar af leiðandi þarf ég að læra að gera laskermar um leið og ég prjóna peysuna. Hef prjónað fullt af peysum, en aldrei með þannig ermum.
Ég skal athuga hvort ég geti sett mynd af herlegheitunum þegar ég er búin.
Ég skal athuga hvort ég geti sett mynd af herlegheitunum þegar ég er búin.
til hamingju með litlu systur :) -iss litli unginn er alveg þess virði þó hún þurfi að líða þjáningar núna hehe ;)
Post a Comment
<< Home