Tuesday, May 15, 2007

 

Allt of löt

Ég hef verið mjög löt við að blogga undanfarið. Stundum fæ ég hugmyndir að bloggi, en þá efast ég um að það sé bloggvert. Ég hefði td. getað bloggað um:

1. Keypti mér nýtt grill um daginn. Það var sko flóknara að setja það saman en Ikea hillur. Síðan þá hef ég verið óstöðvandi í grillinu, sérstaklega að grilla fisk.
2. Ég er að leita mér að nýjum húsgögnum, sófasetti og borðstofusetti. Einhverjar hugmyndir?
3. Ég hitti frábærar konur um daginn, fyrrverandi og núverandi samstarfskonur. Það var kósí kvöldstund og Hulda klikkaði ekki á veitingunum. Það var eins og maður væri komin í míní fermingarveislu.
4. Dóttirin tók samræmt próf um daginn. Ákvað að prófa að taka enskuprófið ári á undan, bara til að sjá hvernig upplifun það væri að taka samræmt próf. Það gekk að sjálfsögðu mjög vel.
5. Það eru þrjár vikur þar til við leggjum af stað til Florida. Við erum strax byrjuð að skipuleggja ferðina. Ég hef mestar áhyggjur af því hvernig kettinum á eftir að líða án okkar.

Að öðru leiti er lífið nokkuð hversdagslegt. Ég endurheimti foreldrana frá Florida og reyni að prjóna eins oft og ég get. Má ekki prjóna mikið í einu, því þá fæ ég í axlirnar.

Ekki bara komið gott í bili.

Comments:
Þetta er nú bara heilmikið? Ég hef því miður engar hugmyndir varðandi mubblu leitina, mér finnst úrvalið í húsgagnaverslunum landsins óskaplega einsleitt (og dýrt). En gangi þér vel, það má alltaf finna eitthvað fallegt innan um!
 
jamms það var sko gaman að hittast um daginn - þarf greinilega að fara að kaupa mér grill.........
 
Mmmm... Marskaka... já, alltaf jafn gaman að hittast :)
 
Harpa: Takk. Ég held að ég sé búin að finna mér borðstofusett, en er ennþá að leita að sófasetti.

Elín: Ég mæli með því að kaupa grill, ég hef prófað að grilla lúðu, lax og bleikju og það tókst allt mjög vel.

Anna: Mamma þín er ótrúleg, heilt hlaðborð bara hrist fram úr erminni.
 
Post a Comment

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?