Friday, April 27, 2007

 

Skólahreysti

Það var stórkostleg stemmning í Höllinni þegar Lindaskóli burstaði Skólahreysti 2007. Ég horfði að sjálfsögðu á krakkana "mína" í beinni útsendingu á Skjá 1. Spennan var svo mikil fyrir hraðabrautina að ég varð að fara inn í eldhús og pússa keramikhelluborðið til að fá útrás. Já, ég leyfi mér að kalla þessa krakka "mína", því hún dóttir mín er búin að vera í þessum skóla frá því í fyrsta bekk og ég því búin að þekkja tvo af keppendunum í mörg ár.

Til hamingju Fríða, Gummi, Rakel og Haraldur. Þið eruð langflottust.

Comments:
Hraust og flott fólk!
 
Við Rakel erum semsagt systkinadætur, eins og þú hefur væntanlega áttað þig á hafi ákveðinn yfirmaður, föðurbróðir Rakelar sagt eitthvað :)
 
Ég vissi að hún væri frænka þín, mundi bara ekki hvernig þið voruð skyldar.
 
Post a Comment

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?