Sunday, April 29, 2007
Ef ég ætti eina ósk
Þá væri hún að það fyndist lækning við krabbameini. Það er bara allt of mikið af ungu fólki sem greinist með og deyr úr þessum hræðilega sjúkdóm. Ég sjálf er dauðhrædd við þennan sjúkdóm, enda dó pabbi minn úr honum aðeins 46 ára gamall. Amma mín er með sömu tegund af krabbameini og pabbi minn dó úr, þannig að þessi skratti virðist vera ættgengur.
Það sem er svo hræðilegt við krabbamein, er að það virðist ekki vera nein vörn við því. Það geta allir fengið krabbamein, frá ungum börnum upp í gamalmenni. Ég fylgist reglulega með bloggi tveggja ungra kvenna sem berjast við krabbamein. Þetta eru hetjur í mínum augum og ég dáist af krafti þeirra og jákvæðni.
Það sem er svo hræðilegt við krabbamein, er að það virðist ekki vera nein vörn við því. Það geta allir fengið krabbamein, frá ungum börnum upp í gamalmenni. Ég fylgist reglulega með bloggi tveggja ungra kvenna sem berjast við krabbamein. Þetta eru hetjur í mínum augum og ég dáist af krafti þeirra og jákvæðni.
Comments:
<< Home
ekki að ég vilji vera niðurdrepandi - en ég las einmitt grein um daginn eftir bandarískan lækni sem hafði rannsakað inntöku lýsis hjá ADHD börnum og lýsið var víst að gera kraftaverk - hmm veit ekki - hef enga undratrú á þessari fljótandi fitu............
Post a Comment
<< Home