Wednesday, April 11, 2007

 

41 árs

Jú, mikil ósköp, maður á víst afmæli í dag. Ég er að hugsa um að vera bara 40plús í nokkur ár. Vaknaði í morgun og var fremur þungbúin yfir því að vera orðin árinu eldri. Það lagaðist fljótlega eftir að ég mætti í vinnuna og afmæliskveðjum fór að rigna inn. Það var bara fullt af fólki sem mundi eftir afmælinu mínu. Mér hlýnaði hreinlega um hjartarætur og leið strax miklu betur.

Sonur minn var strax á því að við ættum að halda partí. Móðir hans var ekki alveg til í það en sættist á að fara út að borða og leigja DVD. Ég tek það fram að "útaðborða" í hans huga er að fara á Fridays eða Ruby Tuesday.

Ég held bara að þetta verði góður afmælisdagur.

Comments:
Til hamingju með afmælið! Það er allt í lagi að verða 41 - ég prófaði það í fyrra og varð engu verri fyrir vikið :)
 
Til hamigju með afmælið dúllan mín. Hva... eitt ár til eða frá þú ert samt frábær :)
 
til hamingju í fyrradag!
hryssa hross
 
Takk, takk. Þetta varð alveg frábær afmælisdagur.
 
til hamingju um daginn :-D
 
Innilega til hamingju með daginn ... um daginn :)
 
hva... ertu ekkert að blogga? þykistu vera orðin of þroskuð svona fjörutíuogeins eða hvað?
hryssa
 
Hehe já einmitt. Andinn hefur bara ekki verið yfir mér undanfarið.
 
Post a Comment

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?