Monday, March 12, 2007
Tryggingar enn og aftur
Ég talaði við tryggingafulltrúa hjá VÍS og hann var tilbúinn að bjóða mér bílatryggingu fyrir 59 þús. Það er tæplega 20 þús krónum minna en Sjóvá ætlaði að láta mig borga. Ég var að sjálfsögðu mjög ánægð með það. Ég fer líklega í dag eða á morgun að hitta þennan ágæta mann og spjalla við hann um mínar tryggingar. Það verður fróðlegt að sjá hvað kemur út úr því dæmi.
Ég ákvað að snúa mér til VÍS, því að þegar ég var að leita eftir hagstæðasta tilboði í tryggingar fyrir húsfélagið, þá voru þeir með lang besta verðið. Vonandi verð ég jafn heppin og fæ lækkun á hinar tryggingarnar mínar líka.
Það borgar sig að fylgjast með þessum málum.
Ég ákvað að snúa mér til VÍS, því að þegar ég var að leita eftir hagstæðasta tilboði í tryggingar fyrir húsfélagið, þá voru þeir með lang besta verðið. Vonandi verð ég jafn heppin og fæ lækkun á hinar tryggingarnar mínar líka.
Það borgar sig að fylgjast með þessum málum.
Comments:
<< Home
Ó já ... mótorhjólatryggingin hjá okkur átti að vera 99 þús. hjá Sjóvá en þeir voru svo almennilegir að lækka niður i 88 þús ... ég samt ekki sátt. Ég fór því til VÍS og þeir eru tilbúnir til að tryggja það fyrir 60 þús... Það er eins gott að fylgjast vel með, þetta er algjört okur, þessar tryggingar.
Ég er búin að láta flytja tryggingarnar mínar alfarið yfir til VÍS. Fjölskyldutrygging sem ég fékk hjá VÍS, sem var víðtækari en sú sem ég var með hjá Sjóvá reyndist vera tæplega 9000 kr. ódýrari
Það borgar sig svo sannarlega að fylgjast vel með svona.
Ég keypti nýjan bíl um daginn og lét tryggingafélögin gera tilboð í tryggingar á honum. Fékk lægsta tilboðið frá TM. VÍS og Vörður komu þar á eftir. Sjóvá var dýrast.
Miðað við hæsta tilboð er ég að spara slatta af þúsundköllum!
Post a Comment
Ég keypti nýjan bíl um daginn og lét tryggingafélögin gera tilboð í tryggingar á honum. Fékk lægsta tilboðið frá TM. VÍS og Vörður komu þar á eftir. Sjóvá var dýrast.
Miðað við hæsta tilboð er ég að spara slatta af þúsundköllum!
<< Home