Thursday, March 29, 2007

 

Sorg

Sonur minn er mjög sorgmæddur í dag. Ástæðan er sú að annar dverghamsturinn hans gaf upp öndina í gærkvöldi. Þetta er í raun í fyrsta skipti sem sonur minn kemst í kynni við dauðann. Honum þótti ofboðslega vænt um þennan dverghamstur, tók hann upp daglega og kyssti hann á kollinn. Það var því töluvert sjokk þegar hann tók upp hreyfingarlausan dverghamstur í gærkvöldi.

Útförin fer fram um helgina.

Comments:
Æ,æ. Þetta getur verið voða erfitt fyrir krakka.
 
Æi, en leiðinlegt. Innilegar samúðarkveðjur til sonarins.
 
:-(
 
Ætli ég þurfi ekki að veita síðbúna áfallahjálp í dag. Þar sem þetta gerðist á hinu heimilinu hef ég ekkert séð hann síðan þetta gerðist.
 
Post a Comment

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?