Thursday, March 01, 2007
Sextán
Við mæðgurnar skelltum okkur á Versló-sýninguna. Ég hef alltaf jafn gaman að fara og sjá þessar sýningar, enda gamall Verslingur. Sýningin var mjög skemmtileg, en höfðaði þó betur til unglingsins. Krakkarnir fóru margir hverjir á kostum og sýndu mikil tilþrif. Ég kannaðist við nokkur nöfn í leikskránni og þar á meðal voru tvær ungar stúlkur sem eru dætur fyrrverandi bekkjarfélaga minna. Nú er maður orðinn svo gamall að maður þekkir foreldrana. Samt finnst mér það hálf skrýtið, því mér finnst svo stutt síðan ég útskrifaðist úr Versló.
Tíminn líður allt of hratt.
Tíminn líður allt of hratt.