Monday, March 19, 2007

 

Nokkrir punktar

Ég hef verið soldið hugmyndasnauð undanfarið og ekki nennt að blogga. Samt hefur ýmislegt þotið í gegnum huga mér, eins og td:

1. Mér finnst nýi James Bondinn vera húmorslaus. Hann er líka svo kaldur kall að það mætti halda að hann væri vélmenni.
2. Zero áhugi. Mér finnst nýi Kók Zero drykkurinn eins og sápuvatn á bragðið.
3. Stundum skil ég alveg af hverju tröllið undir brúnni er svona geðvont.
4. Ég held að mér finnist Kappi betri en Klói.
5. Skattskýrslan mín er svo sjálfvirk í ár að það tekur því varla að fylla hana út.
6. Það eru 78 dagar þangað til við förum til Florida.
7. Ég þarf að fara til augnlæknis.

Fleira var það ekki í bili.

Comments:
Florida segirðu. Það hljómar vel.
 
Hehe þessi með tröllið undir brúnni er nokkuð kaldur ;)
Þori nú bara ekki að skrifa meira...ehe
 
Hehe soldið lúmskur ;)
 
Post a Comment

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?