Monday, February 19, 2007
Tryggingar
Ég var að fá uppgefið hvað ég á að borga í ábyrgðartryggingu á bílnum mínum. Bíllinn minn er 8 ára gamall Nissan Almera, lítill og nettur. Ég á að borga 78.000 í tryggingu fyrir árið. Ef ég myndi selja bílinn, þá fengi ég svona 100-150 þús. fyrir hann. Þetta finnst mér ekki sanngjarnt. Við hvað miða þeir eiginlega, þegar þeir ákveða upphæð trygginga. Væri ekki sanngjarnara að horfa líka á verðmæti bílsins?
Ég tryggi bílinn minn hjá Sjóvá. Ég var ekki ein þeirra "heppnu" sem fékk endurgreiðslu. Það er vegna þess að ég tryggi ekki nóg hjá Sjóva. Ég er bara með tvær grunntryggingar og fæ þar af leiðandi engan afslátt. Life is a bitch and then you die.
Ég tryggi bílinn minn hjá Sjóvá. Ég var ekki ein þeirra "heppnu" sem fékk endurgreiðslu. Það er vegna þess að ég tryggi ekki nóg hjá Sjóva. Ég er bara með tvær grunntryggingar og fæ þar af leiðandi engan afslátt. Life is a bitch and then you die.
Comments:
<< Home
Ég þori ekki að skoða hvað ég borga mikið í tryggingar á ári. Í alvöru. Ég er viss um að ég fengi taugaáfall.
við borgum viðbjóðslega mikið í tryggingar. Fórum hins vegar frá Sjóvá til Varðar fyrir nokkrum árum og sjáum ekki eftir því.
En ábyrgðartryggingin er reyndar fyrir tjóninu sem maður getur valdið á öðrum og þá skiptir víst minna máli hvað bíllinn er fínn og flottur og dýr.
En ábyrgðartryggingin er reyndar fyrir tjóninu sem maður getur valdið á öðrum og þá skiptir víst minna máli hvað bíllinn er fínn og flottur og dýr.
Já ég veit. Þeir miða þetta út frá búsetu, tjónum og hvort þú ert í Stofni (sem ég er ekki). Ég fengi 12% afslátt í viðbót ef ég væri í Stofni.
Sjóvá er dýrasta tryggingafélagið og hefur verið það í mörg ár, Stofn eða ekki Stofn.
Ég geri verðkönnun á hverju ári og Vörður-Íslandstrygging var ódýrastur í fyrra, en nú hafa þær hækkað og TM gerði mér betra tilboð. :)
Post a Comment
Ég geri verðkönnun á hverju ári og Vörður-Íslandstrygging var ódýrastur í fyrra, en nú hafa þær hækkað og TM gerði mér betra tilboð. :)
<< Home