Thursday, January 18, 2007

 

Spurningar um e-bay

Ég er í smá vandræðum. Jólagjöf dóttur minnar sem var keypt í Bandaríkjunum, reyndist of lítil og nú er ekki hægt að kaupa vetrarvörur lengur hjá þessari verslun. Dóttirin að sjálfsögðu mjög svekkt, þannig að ég ákvað að kanna hvort það væru einhverjir möguleikar á að fá þessa úlpu á netinu.

Það er nóg til af henni á e-bay (nýjar úlpur). Vandamálið er bara að ég er frekar óvön að versla á netinu og veit ekki hvort ég á að treysta þessari síðu. Þeir vilja fá upplýsingar um kreditkort, þegar maður ætlar að skrá sig sem notanda og það eru upplýsingar sem ég er frekar treg að gefa upp.

Þess vegna ákvað ég að athuga hvort einhver sem les þetta blogg, hefur verslað á e-bay.

Comments:
Það hef ég ekki, en ég held að farfuglinn hafi gert það. Prófaðu að bera upp spurninguna á kommentakerfinu hennar.
 
Ég ákvað að taka sénsinn og gerði tilboð á e-bay.
 
e-bay á að vera alveg pottþétt.
 
Hef ekki keypt sjálf á e-bay, en hef þekkt nokkra sem hafa gert það og það hefur gengið vel.

Vona að þetta heppnist vel hjá þér!
 
Post a Comment

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?