Thursday, January 25, 2007

 

Púsluð

Ég virðist vera mjög æði-gjörn í janúar. Fyrst var það teið. Ég er búin að kaupa ótal marga te-pakka og er alltaf að smakka eitthvað nýtt.

Núna eru það púsluspil. Systir mín, elskuleg, lánaði mér mjög skemmtilegt púsluspil. Það er flóknara en venjulegt púsluspil, þar sem þú sérð ekki myndina sem þú ert að púsla. Þú sérð annað sjónarhorn, en myndin á kassanum segir til um. Myndin á púslina er í raun það sem fólkið á myndinni er að horfa á.

Anyway, mjög skemmtilegt og helv. ávanabindandi.

Comments:
púsl eru æði!
 
Post a Comment

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?