Friday, January 26, 2007

 

Merkingar í símaskrá

Ég er alveg hætt að skilja af hverju maður er að hafa fyrir því að láta sérmerkja sig í símaskrá. Þetta rauða merki virðist ekki hafa nein áhrif á símasölufólk. Ég er orðin þreytt á þessu endalausa peningabetli, bókaklúbbum og könnunum. Ég er svo dónaleg, að ég leyfi fólki ekki einu sinni að bera upp erindið, heldur segi strax "nei takk" og legg á. Það er mitt mottó að kaupa aldrei neitt, ganga ekki í klúbb eða styrkja neinn, sem nálgast mig á þennan hátt. Ef ég vil styrkja málefni, ganga í klúbb eða kaupa eitthvað, þá ber ég mig eftir því sjálf. Ég þarf ekki að láta trufla mig með símhringingum til þess.

Ef merkingin virkar ekki, til hvers er hún þá?

Comments:
ég hreyti alltaf út úr mér að viðkomandi megi ekki hringja í mig og legg svo á. Hrikalega dónaleg :-D

en þeir geta sjálfum sér um kennt...
 
Ég er orðin svo þreytt á þessu, en er nokkuð sem maður getur gert?
 
ég er ekki viss um það.
 
ég er ekki viss um það.
 
garg! af hverju kom þetta tvisvar! Alltaf að koma fyrir mig...
 
Það er þó skárri en þegar ég reyni að setja komment á bloggið hjá þér. Ég fæ oftast villumeldingu og get ekki kommentað :(
 
Láta taka sig af Hagstofulistanum.

Ég lét fyrir löngu taka mig af báðum listum, þ.e. Hagstofunni og svo með x í símaskrá og það hringja næstum ENGIN fyrirtæki í mig. Hafa ekki gert það sl. tíu ár. :)
 
hmmm. Ertu á Internet Exploder? Betra að kommenta úr Firefox hjá mér, þó það sé stundum bögg þar líka.

Við erum heldur ekki á Hagstofulistanum, enda er mjög sjaldan hringt í okkur. Helst eitthvað frá Landsbankanum.
 
Post a Comment

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?