Saturday, January 13, 2007

 

Best of 2006

Þar sem þetta er hálfgerð dagbók fyrir mig, þá ætlaði ég alltaf að gera svona "best of" lista fyrir árið.

Bíómynd ársins
Walk the line - Þetta er mynd sem ég get horft á aftur og aftur

Bók ársins
Understanding ADHD Þetta verður ár ADHD handbókana og þessi var langbest.

Lag ársins
Crazy / Gnarls Barkley Það er eitthvað við þetta lag sem kemur mér alltaf í gott skap

Sjónvarpsviðburður ársins
HM í knattspyrnu Það viðurkennist hér og nú að ég hef gaman af fótbolta
Rockstar/Supernova Ég get ekki neitað því að ég fylgdist með Magna

Frétt ársins
Að mínu mati er það brotthvarf Varnarliðsins.

Það verður ekki lengra. Það er svo við þetta að bæta að hápunkturinn í mínu lífi á síðasta ári var auðvitað fertugsafmælið mitt. Ég hef sjaldan skemmt mér eins vel, algert stelpupartí og mikið stuð. Þetta verður að vísu líka árið sem ég fékk grand mal kastið. Ég verð bara að krossa fingur og vona að það komi aldrei fyrir aftur.

Comments: Post a Comment

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?