Tuesday, November 21, 2006

 

Sumir dagar

Ég þurfti að taka bensín í gær. Ekkert merkilegt, þar sem ég tek bensín í hverri viku. EN þegar ég ætlaði að fara að slá inn pin-númerið mitt (eins og venjulega), þá var það fokið úr minninu. Ég gat ekki fyrir mitt litla líf, munað pin númerið.

Dagur tvö. Ég ákvað að taka niður pin-númerið af kreditkortinu mínu og stoppa á leiðinni í vinnuna og taka bensín. Fór að dælunni, tilbúin með númerið, en þá var eitthvað bilað í sjálfsalanum. Það fauk nú soldið í mína, þurfti að fara á þriðju bensínstöðina og kaupa bensín þar. Mætti náttúrulega hálftíma og seint eftir þennan útidúr.

Suma daga á maður bara að liggja undir sæng.

Comments:
Atlantsolíudælulykill - mæli með honum - þarft ekkert pin-númer, setur bara lykilinn upp að dælunni og þá færðu bensín.
;)
E
 
Ég var einmitt að spá í að fá mér svoleiðis. Þeir eru komnir með bensínstöð í nágrenni við mig, sem tilvalið er að nota.
 
Já, þessir dælulyklar eru þrælsniðugir. Er með minn á lyklakippunni, þá gleymist hann aldrei. :)
 
jamm, Atlantslykillinn er snilld. Nota þetta alltaf þegar ég get. (ss. alltaf þar sem Atlantsolía er með stöðvar)
 
Ég gleymdi líka mínu pin númeri um daginn. Algjört hneyksli þar sem ég er alltaf að nota blessað kortið í hraðbönkum.

Ég sumsé hélt að númerið væri 5862 en í raun var það 5268.

Djók ;)
 
Hehe þannig að þetta kemur fyrir á bestu bæjum ;)
 
ertu ennþá undir sæng??
 
Ónei. Maður bítur á jaxlinn og bölvar í hljóði og brettir upp ermar og spýtir í lófana og svo framvegis.
 
Post a Comment

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?