Thursday, November 02, 2006
Skamm!
Ég gaf mér ekki tíma til að skrifa blogg á afmælisdag sonarins. Hann átti sem sagt afmæli á þriðjudaginn og varð átta ára. Afmælið var haldið í Veröldin okkar (hlutlaus staður) og af þeim þrettán sem var boðið, mættu sjö. Sex börn mættu ekki og engin skýring gefin. Ég er kannski bara gamaldags en mér finnst þetta argasta ókurteisi. Konan í Veröldin okkar kippti sér ekkert upp við þetta og sagði að þetta væri algengt ástand.
Mér fannst erfiðast að horfa framan í sorgmæddan drenginn og þurfa að segja honum að þessir krakkar ætluðu greinilega bara ekki að koma í afmælið hans. EN hann jafnar sig fljótt.
Mér fannst erfiðast að horfa framan í sorgmæddan drenginn og þurfa að segja honum að þessir krakkar ætluðu greinilega bara ekki að koma í afmælið hans. EN hann jafnar sig fljótt.
Comments:
<< Home
Ég er alveg sammála þér, auðvitað er þetta dónaskapur. Ef þetta kemur óvart fyrir þá er alveg hægt að hringja daginn eftir og biðjast afsökunar. Ég man að einu sinni kom þetta fyrir dreng sem hafði verið að heiman þegar litla daman bauð honum og við skildum það auðvitað vel. En honum varð svo mikið um þetta að hann mætti nokkrum dögum seinna með pakka, en vildi alls ekki koma inn.
Til hamnigju með drenginn!
Til hamnigju með drenginn!
Oj hvað þetta eru miklir dónar! Hefur svo sem stundum komið fyrir hér á bæ að það hafi ekki allir komið en það hefur þó aldrei vantað nema 1-2
Og til hamingju með stráksa :-)
Og til hamingju með stráksa :-)
jamm til hamingju. á síðasta barnaafmæli hér á bæ var ein manneskja (reyndar með tvíbura) sem birtist ekki og hafði enga útskýringu gefið. hún hringdi svo miður sín í mig um kvöldið eftir að hafa eytt deginum í angist sökum slyss í fjölskyldunni og afmælið var það síðasta sem hún mundi eftir að muna. það var að sjálfsögðu ekkert að fyrirgefa...
Takk allar. Ég fékk enga skýringu á því af hverju þessi börn mættu ekki, hvorki fyrir afmælið né eftir.
Oh, svona finnst mér alveg FERLEGUR dónaskapur. Þoli ekki svona. :(
En til hamingju með soninn og vonandi hefur hann skemmt sér vel á afmælisdaginn!
En til hamingju með soninn og vonandi hefur hann skemmt sér vel á afmælisdaginn!
Til hamingju með soninn. Barnsfaðir minn virðist ekki nenna með hana í bekkjarafmæli þegar hún er hjá honum. Ég gerði athugasemd fyrst, ef þessu væri snúið við og krakkarnir nenntu ekki að koma í hennar afmæli - þá yrði það sorg.
Post a Comment
<< Home