Sunday, November 05, 2006

 

Rykfallin

Ég held að ég verði að segja af mér sem húsmóðir. Ég komst að því í morgun, þegar ég ætlaði að fara að baka súkkulaðiköku, að hrærivélin mín var rykfallin. Hún hafði greinilega staðið óhreyfð of lengi og þurfti því að þurrka af henni rykið.

Það er hálf skrýtið, en eftir skilnaðinn hefur húsmóðurseðlið gefið upp öndina. Ég hef bara ekki jafn mikinn áhuga og áður á því að baka, sauma og prjóna. Ég finn nú samt að löngunin er það vakna aftur og aldrei að vita nema maður taki upp prjóna og nál fljótlega.

Comments:
ussussuss ;)
 
tojtoj. Húsmóðurgen eru góð :-)
 
Ég hef aldrei haft húsmóðurgen og dóttir mín er matvandnari en allt og því lítið spennandi að elda og fá ekkert nema fýlusvip.
 
Ég skil ekkert í þessu. Ég elskaði að galdra fram alls kyns nýja rétti og baka kökur, en núna er eins og áhuginn sé fyrir bí.
 
Post a Comment

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?