Wednesday, November 15, 2006

 

Annar í Fréttablaði

Í gærmorgun kom Fréttablaðið inn um lúguna til mín. OG það kom aftur í morgun. Eftir að hafa hringt sjö sinnum í símsvarann og sent einn tölvupóst, virðist blaðberinn loksins vera búinn að átta sig á tilvist minni á jarðhæðinni.

Ég er búin að segja það margoft að það borgar sig að vera þrjóskur.

Næsta verkefni er að fara að pressa á verktakann. Útidyrahurðin er gölluð og það hefur staðið til að skipta um hana í nokkra mánuði. Gallinn lýsir sér þannig að börnin mín geta ekki opnað hurðina innan frá. Það er of mikil spenna á henni og fullorðnir verða meira að segja að gefa í til að geta opnað hana. Nú þegar ég er búin að hringja nokkur kurteisisleg símtöl og biðja um að þetta verði lagað, er spurning um að færa sig skrefi ofar og senda tölvupóst. Það virkaði amk á dreifara Fréttablaðsins.

Comments: Post a Comment

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?