Friday, November 17, 2006
Afi flytur
Þá er loksins búið að fá pláss fyrir afa á elliheimili. Hann flytur í dag. Það verður mikill léttir fyrir ömmu, þó að hún sé náttúrulega hálf aun. Þetta ástand á öldrunarmálum er alveg skelfilegt. Afi þykir nógu gamall og ósjálfbjarga til að fá að fara á elliheimili, en amma er ekki einu sinni metin nógu veikburða til að fara á biðlista. Eftir áratuga sambúð, þurfa þau nú að búa í sitt hvoru lagi.
Því miður er þetta eina lausnin, því amma er alveg hætt að geta hugsað um afa. Ég veit að afi á eftir að verða hálf vængbrotinn án hennar, en svona er Ísland í dag. Var ekki einhvers staðar talað um "áhyggjulaust ævikvöld".
Því miður er þetta eina lausnin, því amma er alveg hætt að geta hugsað um afa. Ég veit að afi á eftir að verða hálf vængbrotinn án hennar, en svona er Ísland í dag. Var ekki einhvers staðar talað um "áhyggjulaust ævikvöld".
Comments:
<< Home
æææææhhh greyið afi og amma - úff alls ekki nógu gott
áhyggjulaust ævikvöld hmmm var það ekki vinnustaðurinn þinn sem auglýsti og auglýsir það svo mikið ;)
áhyggjulaust ævikvöld hmmm var það ekki vinnustaðurinn þinn sem auglýsti og auglýsir það svo mikið ;)
skömm er að því að þau fái ekki að flytjast saman hvert sem þau fara. þetta ætti að vera ólöglegt. alltaf er farið með gamla fólkið eins og óvita
Já æi vesen er þetta!
Heyrðu ég vona að þú kíkir stundum á átaksbloggarana.. en mig langar að biðja þig að kíkja á síduna mína og kannski taka þátt í verkefninu sem ég er að kynna!
Kveðja H
Heyrðu ég vona að þú kíkir stundum á átaksbloggarana.. en mig langar að biðja þig að kíkja á síduna mína og kannski taka þátt í verkefninu sem ég er að kynna!
Kveðja H
Hrikalegt. Afhverju má ekki nota tveggja manna herbergin fyrir hjón? Þar sem tveir ókunnugir öldungar eru saman í herbergi, ættu að vera hjónaherbergi.
E: hehe jú að vísu
hryssa og harpaj: Alveg sammála, þetta er alger skandall
H: Ég er nú ekki viss um að ég sé nógu góður penni til að taka þátt
kókó: Afi minn er að vísu svo "heppinn" að hann fékk einstaklingsherbergi.
Post a Comment
hryssa og harpaj: Alveg sammála, þetta er alger skandall
H: Ég er nú ekki viss um að ég sé nógu góður penni til að taka þátt
kókó: Afi minn er að vísu svo "heppinn" að hann fékk einstaklingsherbergi.
<< Home