Monday, September 11, 2006

 

Tannlæknafælni

Ég er ein af þeim sem er skíthrædd við að fara til tannlæknis. Næmni mín á sársauka virðist vera í hámarki og ég skelf stundum hreinlega af hræðslu. Ekki bætir úr skák að ég datt ofan af vegg þegar ég var smábarn og við það skekktist kjálkinn minn. Þar sem það kom ekki í ljós fyrr en ég var orðin fullorðin, var lítið hægt að bæta úr því. Ég er sem sagt skökk í framan. OG ég á því mjög erfitt með að gapa hjá tannlækni.

Allavega. Ég er búin að finna alveg hreint frábæran tannlækni. Hann heitir því skemmtilega nafni Ingólfur Eldjárn. Hann er alger snillingur. Ekki nóg með að hann noti allar nýjustu græjurnar, heldur er hann líka eldfljótur og ég hef ekki fundið til sársauka hjá honum ennþá (sjö-níu-þrettán).

Comments:
Góður tannlæknir er gulls ígildi :)
 
hei, ég verð að muna þetta, hann Hafsteinn, tannlæknirinn minn er nefnilega orðinn svolítið gamall og gæti farið að hætta...
 
hei, ég verð að muna þetta, hann Hafsteinn, tannlæknirinn minn er nefnilega orðinn svolítið gamall og gæti farið að hætta...
 
arrg!
 
Post a Comment

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?