Wednesday, September 20, 2006

 

Skóladagur

Ég byrjaði daginn á því að mæta í námsefniskynningu hjá syninum. Hún fólst í því að nemendurnir tóku að sér kennsluna og við foreldrarnir vorum settir á skólabekk. Okkur var svo skipt niður á nokkrar stöðvar, sem við flökkuðum á milli. Sonurinn var mjög spenntur að fá að kenna móður sinni á Ritfinn og tók hlutverkið mjög alvarlega. Ég fékk tækifæri til að hitta stuðningsfulltrúann hans og eftir að hafa spjallað við hana góða stund, sannfærðist ég um að sonur minn er í góðum höndum. Hún er alveg að fara réttar leiðir að honum og virðist alveg kunna á honum tökin.

Í eftirmiðdaginn verður svo farið í hinn skólann, til dótturinnar. Þar á að ræða um netfíkn, punktakerfi og sjoppuferðir. Það er áætlað að sá fyrirlestur taki um tvo tíma. Þá verð ég búin að verja samtals fimm tímum í skólakynningum yfir daginn. Það er kannski bara ágætt að afgreiða þetta allt á einum degi.

Comments:
Þetta verður törn!
 
Post a Comment

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?