Saturday, September 16, 2006

 

RIP

Í nótt eru nákvæmlega fimmtán ár síðan pabbi minn kvaddi þennan heim. Hann var sárþjáður, en engan veginn tilbúinn til að fara, enda bara 46 ára gamall. Ég sat hjá honum þessa síðustu nótt sem hann lifði og er það ennþá í fersku minni. Þrátt fyrir að það hafi verið hræðilegt að horfa upp á hann svona gegnumsýrðan af krabbameininu, er ég alltaf þakklát fyrir að hafa verið hjá honum þegar hann dó.

Ég átti alveg einstakan pabba. Hann var töffarinn sem aldrei varð fullorðinn. Gekk í leðurjakka og gallabuxum, með Ray ban sólgleraugu. Pabbi var mikill tónlistaráhugamaður og var í hljómsveit á "bítlaárunum". Ég var svo heppin að sjá hann á sviði, þegar Tónar tróðu upp í Hollywood mörgum árum seinna. Hann hafði einstakan húmor og var hrifinn af Woody Allen myndum.

Mér finnst sorglegast að börnin mín fengu aldrei að kynnast honum. Ég veit að þau hefðu dýrkað hann, því hann hefði örugglega ekki verið neinn venjulegur afi. Mér finnst líka sorglegt að við andlát hans missti ég samband við yngri hálf-systkin mín. Ég reyndi að halda sambandinu opnu til að byrja með, en það gekk ekki upp.

En svona er lífið.

Comments:
Innilegar samúðarkveðjur.
 
Svona er lífið, það er alveg satt. Samúðarkveðjur.
 
Post a Comment

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?