Sunday, September 24, 2006

 

No news today

Nei, ég ætla ekki að tala um NFS, þó það sé mikið í umræðunni í dag. Ég ætla að tala um mun persónulegra mál. Þannig er mál með vexti að það virðist eitthvað flækjast fyrir blaðberanum sem ber út í mínu hverfi, að það er auka lúga á jarðhæðinni, þar sem ég bý. Þar af leiðandi fæ ég engin dagblöð. Að vissu leyti er það jákvætt því ég slepp við ferðir í Sorpu til að henda blöðum, en stundum finnst mér ég vera alveg út á þekju í daglegum umræðum. Ég veit bara lítið sem ekkert hvað er í fréttum. Auðvitað gæti ég flett vefblöðum, en það er bara ekki það sama. Það er bara eitthvað við kaffibolla og dagblöð um helgar, sem vefblöð uppfylla ekki. Kannski er ég bara svona gamaldags.

Annars er ég að storka örlögunum (eða forlögunum) í þessum skrifuðu orðum. Jú, ég er að elda lasagna í hinu leirfatinu mínu, því eins og kom fram í eldra bloggi mínu missti ég hitt fatið í gólfið með skelfilegum afleiðingum. Ég læt ykkur vita hvað gerist í þetta skipti.

Comments:
Hringja í Fréttablaðið og Blaðið og kvarta! Ekki spurning.
 
Sammála síðasta ræðumanni - hringja og það STRAX í dag........
 
Ég er búin að reyna það tvisvar sinnum, kannski er allt þegar þrennt er.
 
Mundu að segja þeim að þú sért búin að hringja áður! Já, og að þú sért alveg brjáluð ;)
Þessi blöð sem auglýst er að borin séu út á nóttunni berast móður minni yfirleitt í fyrsta lagi um kaffileytið ef þau koma á annað borð.
 
Post a Comment

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?