Monday, September 25, 2006

 

Mánudagsmorgun

Ég byrjaði daginn með því að mæta á fund hjá skólastjóranum. Sonurinn hafði komið sér í vandræði eina ferðina enn. Þeir vinirnir höfðu tekið sig til og brotið nokkrar flísar utan á skólanum. Vinurinn harðneitaði að hafa gert nokkuð annað en horft á, en sonur minn hélt því ákveðið fram að vinurinn hafði rétt honum steinana til að kasta í flísarnar. Þar sem sonur minn er vandræðapési og hinn ekki, getið þið ímyndað ykkur hvorum þeirra var trúað. Vinurinn og móðir hans voru samt látin mæta á fundinn, því sekt hans var talin vera að hafa ekki látið vita. EN vinurinn sem hafði haldið því staðfastlega fram að hafa ekki gert neitt, fór aðeins að draga það til baka á fundinum og játaði svo loksins að hafa rétt steinana. Mér fannst það mjög gott, þó skólastjórinn hefði vilja gera sem minnst úr því. Þeir lofuðu að gera þetta aldrei aftur og standa vonandi við það.

Annars verð ég að segja það að mér finnst alveg stórfurðulegt að arkitekt hússins skuli hafa látið sér detta það í hug að klæða skólahúsnæði með brjótanlegum flísum. Þær brotna víst svo auðveldlega að það nægir að sparka fótbolta í þær, úr einhverri fjarlægð. Þetta býður bara hættunni heim og er mjög freistandi fyrir svona litla púka eins og son minn.

Comments:
Þar er ég sammála þér. Auðvita eiga litlu ormarnir ekki að gera þetta, en eins og við vitum öll gera þau það nú samt. Og ef þetta þolir ekki fótbolta heldur - tja, hvað á ég að segja, ætli arkitektinn hafi aldrei umgengist skólakrakka? Mér finnst gott og sjálfsagt að hafa hluti sem ekki þola hvað sem er á skólalóðum (tré, gróður, rúðuð o.s.fr.) en veggirnir eiga að þola hnjask finnst mér.
 
rúður átt það að vera...
 
öhö ehe - váh ég hefði sko tekið mark á vininum og hrósað honum fyrir að viðurkenna verknaðinn

ég held að arkitektar eigi ekki börn, í stofunni minni erum við stundum 30 í allt og það eru tveir litlir gluggar sem eru opnanlegir ca. 10 cm
 
Post a Comment

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?