Friday, September 01, 2006
Helgin framundan
Þá er loksins komin helgi aftur. Þetta verður barnlaus helgi hjá mér, þannig að það verður nóg að gera. Mér finnst gott að þrífa og bardúsa í ró og næði.
Annars verður heilmikið fjör annað kvöld. Ég er boðin í lopapeysupartí, í Dalinn til systur og mágs. Það verður slegið upp tjaldi og búist við að 60-80 manns mæti á svæðið. Hún er svo dugleg hún systir mín að það hálfa væri nóg. Eftir partíið á svo að skella sér á Sálarball í Hlégarði. Það verður mitt fyrsta Sálarball og ég verð að viðurkenna að ég veit ekkert hvað ég er að fara út í. Ég veit bara að það verður rosalega gaman, enda félagsskapurinn eins og best verður á kosið.
Nú er bara eitt áhyggjuefni. Hvers konar fötum á maður að klæðast á tjaldpartí/Sálarball kvöldi.
Annars verður heilmikið fjör annað kvöld. Ég er boðin í lopapeysupartí, í Dalinn til systur og mágs. Það verður slegið upp tjaldi og búist við að 60-80 manns mæti á svæðið. Hún er svo dugleg hún systir mín að það hálfa væri nóg. Eftir partíið á svo að skella sér á Sálarball í Hlégarði. Það verður mitt fyrsta Sálarball og ég verð að viðurkenna að ég veit ekkert hvað ég er að fara út í. Ég veit bara að það verður rosalega gaman, enda félagsskapurinn eins og best verður á kosið.
Nú er bara eitt áhyggjuefni. Hvers konar fötum á maður að klæðast á tjaldpartí/Sálarball kvöldi.