Tuesday, September 12, 2006

 

Fylgifiskar

Ég hlakka alltaf til að borða hádegismat á þriðjudögum. Þá rölti ég nefnilega niðrá Suðurlandsbraut og kaupi mér heitan mat hjá Fylgifiskum. Ég hef aldrei verið nein sérstök fisk-æta, en það er alltaf svo góður matur hjá þeim.

Ellefti september var í gær. Hann er soldið sérstakur í mínum huga, því fyrir tveimur árum var það dagurinn sem hjónabandi mínu lauk. Ég man ennþá eftir því hvernig tilfinning það var, þegar maðurinn sem ég hafði búið með í tæp fjórtán ár, setti fötin sín í poka og gekk út. Ákvörðunin hafði verið tekin eitthvað áður, en við ákváðum í sameiningu að þetta yrði gert um helgi. Ellefti september var sem sagt laugardagur fyrir tveimur árum síðan. Ég ætla ekkert að fara nánar út í það allt saman, en veit það í hjarta mínu að þetta var rétt ákvörðun.

Comments:
Ooooohhhh nammi namm elska fiskinn þeirra.
Jamm það er nokkuð ljóst að 11.september er frægur fyrir marga hluti ;)
 
Post a Comment

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?