Thursday, September 28, 2006

 

Frí á morgun

Ég verð í fríi frá vinnunni á morgun. Það er hálfpartinn af illri nauðsyn þar sem kennarar eru með starfsdag í skólanum. Það þýðir samt ekki að ég ætla að liggja í leti allan daginn, heldur gefst tækifæri til að útrétta ýmislegt (syni mínum til mikillar ánægju).

1. Fara með kisu í sína árlegu sprautu. Ég ætla rétt að vona að ég sleppi betur frá því en Hildigunnur.
2. Fara með bílinn í skoðun. Ég er svolítið hrædd um að ég fái ekki skoðun á bílinn. Það er eitthvað sem segir mér að það að geta bakkað með handbremsur í botni lofi ekki góðu.
3. Fara í Tryggingastofnun og fá endurgreiðslu. Börnin mín eru búin að fara það oft til læknis á árinu að ég er komin með kvótann fyrir afsláttarkort.
4. Skoða hillur í Ikea. Mig langar að reyna að koma skipulagi á geymsluna mína.

Annars er það helst í fréttum að ég er ekki ennþá farin að fá Fréttablaðið (búin að hringja tvisvar í vikunni) og smiðurinn er byrjaður á pallinum. Ég á eftir að taka endanlega ákvörðun með hæðina á skjólveggnum, því smiðurinn telur að 150 cm þýði skuggasvæði.

Comments:
Þetta verður nú ekki beint slökun...
 
Síðast þegar ég fór með eldri kisann í pillutöku kom ég öll útklóruð til baka því ég þurfti að hjálpa dýralækninum og syni hans að halda kisa. Sprautan var minna mál.

En asnar þarna hjá Fréttablaðinu!
 
Post a Comment

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?