Saturday, September 30, 2006

 

Erfitt ad vera aldradur

Ég á ömmu og afa á lífi. Afi minn verður 95 ára í október og amma er 83 ára. Þau búa í þjónustuíbúð, því það er hvergi pláss fyrir þau á elliheimilum. Afi er búinn að vera í biðlista í langan tíma, en amma er ekki einu sinni orðin hæf fyrir elliheimili. Þar af leiðandi verður hann sjálfsagt settur á elliheimilið á undan henni. Þetta eru hjón sem eru búin að vera saman í rúmlega sextíu ár og nú á allt í einu að fara að stía þeim í sundur. Það finnst mér algert hneyksli. Mér finnst þó enn verra að láta 83 ára gamla, astmaveika konu, þurfa að hugsa um aldraðan eiginmann sinn. Mann sem er svo utan við sig og kalkaður að það þarf að passa upp á hann 24/7.

Ég verð bara að segja að mér finnst þetta sorglegt. Ef það er þetta sem bíður mín, þá kvíðir mig fyrir því að verða gömul. Það er sorglegt að fullorðið fólk þurfi að búa við svona aðstæður. Er virkilega ekki hægt að búa öldruðum áhyggjulaust ævikvöld? Það er stöðugt verið að tönglast á því að útrýma biðlistum á leiðskólum, en mér sýnist þetta farið að vera miklu stærra vandamál.

Strax eftir helgina ætla ég að byrja að hringja og kvarta og rífast. Það virðist vera það eina sem dugar í þessu þjóðfélagi. Veit einhver símann hjá Villa borgarstjóra?

Comments:
Ég held að Villi sé hættur að svara í símann.

En er það ekki ríkið sem sér um mál af þessu tagi?
 
Jú ég held það, þó að þetta hafi verið eitt af kosningamálunum hjá Sjálfstæðisflokknum. Villi kallinn er bara formaður stjórnar hjá Eir, þar sem ég er að reyna að koma afa inn.
 
send'onum meil :)
 
hann býr í máshólum :) heimsæktu hann bara
 
Ég er búin að komast að því að ég þarf að tala við Unni K. Sigurðardóttur hjá Féló. Hún svarar ekki meili, heldur þarf ég að hringja í hana á símaviðtalstíma milli kl. 11-12 á fim. eða fö. Ég ætla að reyna að hringja núna á morgun.
 
Þetta er bara glatað, finnst svo sorglegt þegar það þarf að stía fólki í sundur og líka að fólk fái bara ekki pláss fyrir en eftir langan tíma. Það er spurning um að panta sér bara pláss núna til að vera tímanlega!
 
Post a Comment

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?