Sunday, September 17, 2006

 

Cafe Oliver

Jæja, það er ýmislegt sem ég er að upplifa í fyrsta skipti í þessum mánuði. Fyrir tveimur vikum fór ég á mitt fyrsta Sálarball og í gærkvöldi(nótt) fór ég í fyrsta skipti inn á Cafe Oliver. Ég hafði verið í partíi hjá bróður mínum og þar sem allir voru að fara inn á þann stað, þá elti ég að sjálfsögðu bara hópinn.

Eftir að hafa beðið í töluverðan tíma í röð fyrir utan, var okkur hleypt inn. Það var bókstaflega troðið niðri, þá sérstaklega á dansgólfinu. Eftir tvær tilraunir til að dansa, ákvað ég að best væri að sleppa því. Ég var bara ekki að fíla stympingarnar sem áttu sér stað. Það var töluvert rólegra á efri hæðinni og þar var hægt að setjast niður. Ég sá að fólk var á öllum aldri þarna inni, þannig að mér leið ekkert eins og antikmublu (það kom mér töluvert á óvart). Þrátt fyrir að hafa skemmt mér ágætlega, held ég að verði ekkert æst að fara þarna inn aftur. Þetta var bara einhvern veginn ekki minn staður. Mig langar að finna stað, þar sem ekki er of margt fólk og það er nóg pláss til að dansa. Er það kannski bara orðið gamaldags.

Comments:
Hei erum við að fara á ball með Á Móti Sól á Broadway eftir 2 vikur??????
 
Hei, við þar! Ég ætti að vera komin í æfingu. Ætli maður geti ekki líka dansað þar?
 
Oliver er nú bara wide open space miðað við Broadway þegar hann er fullur. Annars þá veit ég ekki um neinn stað sem er ekki út úr troðinn á dansgólfinu... nema bara að mæta aðeins fyrr
 
Þannig að ég get bara hætt að leita strax. Ég hef ekkert á móti Oliver, hefði örugglega fílað hann mjög vel þegar ég var á mínum yngri djammárum.
 
Gerðu bara eins og ég....vertu svo full að þú spáir ekkert í umhverfinu og brosir út í eitt. Það virðist allaveganna virka hjá mér.
 
Gerðu bara eins og ég....vertu svo full að þú spáir ekkert í umhverfinu og brosir út í eitt. Það virðist allaveganna virka hjá mér.
 
Mér finnst Oliver helvíti.
En já, besta leiðin er að vera bara nógu drukkinn!
 
Post a Comment

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?