Tuesday, August 22, 2006
PCO
Fór að hitta Guðmund Arason í dag. Ég vildi heyra hans álit á alfloginu sem ég fékk í sumar og hvort það gæti tengst lyfinu sem ég er að taka. Hann taldi að það væru margir samvirkandi þættir sem ollu kastinu, en sagði jafnfram að það hafði verið rétt ákvörðun hjá mér að hætta að taka lyfið. Það er mjög líklegt að það hafi verið komið ójafnvægi á blóðsykurinn hjá mér. Við það að hætta að taka lyfið, má ég eiga von á því að PCOið versni hjá mér. Það þýðir að ég verð að hafa betri stjórn á matarræðinu, fara Krísuvíkurleiðina eins og hann kallaði það. Það er alveg ótrúlegt hvað það var auðveldara að stjórna matarræðinu, þegar ég var á lyfjum. Eftir að ég hætti að taka lyfið, hef ég stanslausa sykurlöngun og borða bara miklu meira (og hef fitnað eftir því). Þetta er svona svipað ástand og venjulegar konur finna fyrir þegar "Rósa frænka" kemur í heimsókn. Ég er nefnilega alltaf í þannig ástandi.
Guðmundur mælti með því að ég hætti að borða sykur og passaði upp á einföld kolvetni. Svo mælti hann reyndar líka með DDV kúrnum, sem hentar víst mjög vel fyrir konur með PCO. Ég ætla að setjast niður og búa til kúr, sem hentar mér og þá vonandi gefst ég ekki upp eftir nokkra mánuði. Mig vantar nefnilega soldið sem heitir viljastyrkur.
Ó já, og eitt annað. Guðmundur sá enga ástæðu fyrir því að ég gæti ekki farið að keyra aftur. Hann sagði að ég hefði greinilega fengið viðvörun fyrir kastið. Ég ætti bara að fara varlega og halda keyrslunni í lágmarki. Það lá við að ég henti strætómiðunum í ruslið í gleðikastinu sem greip mig.
Guðmundur mælti með því að ég hætti að borða sykur og passaði upp á einföld kolvetni. Svo mælti hann reyndar líka með DDV kúrnum, sem hentar víst mjög vel fyrir konur með PCO. Ég ætla að setjast niður og búa til kúr, sem hentar mér og þá vonandi gefst ég ekki upp eftir nokkra mánuði. Mig vantar nefnilega soldið sem heitir viljastyrkur.
Ó já, og eitt annað. Guðmundur sá enga ástæðu fyrir því að ég gæti ekki farið að keyra aftur. Hann sagði að ég hefði greinilega fengið viðvörun fyrir kastið. Ég ætti bara að fara varlega og halda keyrslunni í lágmarki. Það lá við að ég henti strætómiðunum í ruslið í gleðikastinu sem greip mig.
Comments:
<< Home
PCO er fyrirbæri sem heitir á íslensku fjölblöðrueggjastokkaheilkenni. Í stuttu máli má lýsa því þannig að tíðarhringurinn er aldrei fullkláraður og byrjar svo upp á nýtt, þannig að eggjastokkarnir fyllast af hálf-þroskuðum eggjum. Þetta er víst orðið mjög algengt vandamál hérlendis og Guðmundur Arason er sérfræðingur í þessum sjúkdóm.
Post a Comment
<< Home