Friday, August 11, 2006

 

Afmæli

Í dag á unglingurinn minn afmæli. Hún er orðin fjórtán ára þessi elska. Það er ótrúlegt að hugsa til þess að það sé orðið svona langt síðan ég fæddi hana í heiminn.

Fyrstu fjóru mánuðirnir voru erfiðir fyrir hana, því hún þjáðist af magakveisu og grét allan sólarhringinn. Eftir það hefur hún hins vegar verið algert draumabarn. Hún er ákveðin og lætur ekki vaða yfir sig. Skapið er líka til staðar, en aldrei til vandræða. Hún er yfirleitt létt í skapi og stutt í hláturinn. Námið hefur aldrei vafist fyrir henni og í mörg ár stundaði hún fimleika af kappi. Hún er sæt og skemmtileg stelpa, mikil félagsvera og með góðan húmor. Hún er ekki mikið fyrir að syngja í fjölmenni og hefur aldrei verið hrifin af mjólk.

Ég held að þetta lýsi henni nokkuð vel. Mér þykir að sjálfsögðu endalaust vænt um hana, enda ekki annað hægt.

Comments:
Til hamingju með stelpuna!
 
Innilega til hamingju með ungu dömuna. :)
 
Unglingar eru frábærir :-) Til hamingju!
 
Til hamingju með pæjuna - bið að heilsa frökeninni :)
 
Takk fyrir! Ég skal skila kveðjunni frá þér Elín.
 
Post a Comment

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?