Monday, July 31, 2006

 

Undir berum himni

Ég var ein af þeim fjölmörgu sem lögðu leið sína á Klambratúnið í gærkvöldi. Ég bara varð að upplifa stemmninguna sem myndaðist. Ég hafði nefnilega lítið heyrt af tónlist Sigur Rósar og fannst kominn tími til að breyta því.

Ég verð að segja að tónlistin þeirra er mjög sérstök. Lögin eru mörg keimlík, en mjög seiðandi. Ég var mjög hrifin og á örugglega eftir að hlusta miklu meira á þessa hrífandi tónlist. Hún veitir manni einhvern veginn sálarró.

Comments:
tjah tónlist - þetta er allavega LIST - get nú ekki verið sammála að þessi list hrífi mig - enda sjálfsagt sú eina á landinu sem finnst þetta hálfgert prump.......en hei það þurfa ekki allir að vera eins og hafa sama smekk!!!!!!!!
 
Post a Comment

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?