Wednesday, July 19, 2006

 

Strætó blús

Ég þarf að ferðast með strætó þessa dagana. Mér var nefnilega ráðlagt að keyra ekki bíl næstu sex mánuðina. Ég get alveg skilið að það ferðist fáir með strætó. Það tekur mig heilan klukkutíma að komast niður á Suðurlandsbraut. Það er vegna þess að strætóinn sem gengur upp í Vatnsendahverfi, er alltaf of seinn, og þar af leiðandi missi ég af S2 við Smáralind. Undir eðlilegum kringustæðum ætti leið 28 að vera 2 mínútum á undan og ferðin að taka rúman hálftíma. Það finnst mér miklu eðliegri tími, klukkutími er bara soldið tú möts. Ég ætla nú ekki einu sinna að tala um hvað ég væri fljót á mínum rauða eðalvagni.

O jæja, er ekki bara bráðum að koma 15. desember.

Comments:
Klukkutími er ansi mikið! Það er algert bögg að geta ekki keyrt, þar erum við í sömu stöðu.
 
Einu sinni fyrir langa löngu var strætókerfið bara alveg skítsæmilegt. Síðan datt einhverjum jakkafatadúddum á skrifstofunni, sem aldrei hafa þurft að ferðast í strætó, í hug að það væri voðalega sniðugt og hagkvæmt að breyta tímatöflunni og leiðunum. Ekki nóg með það að þá var einhver blábjáni, sem eins og jakkalakkinn hafði aldrei notað strætó, fenginn til að búa til leiðakerfið. Og er ég viss um að hann hefur haft það sérstaklega í huga hvað Reykjavík er falleg borg og þess vegna þurfi leiðirnar að vera skipulagðar þannig að farþegarnir þurfi að sitja inní vögnunum á meðan þeir rúnta inn í gegnum heilu og hálfu hverfin, til þess eins að komast á almennan komustað.
 
veit fyrir víst að dúddinn sem skipulagði nýja leiðakerfið bjó lengi í svíþjóð og þess vegna þessi ógurlega þvæla með leiðakerfi - tímasetningarnar finnst mér nú ekki fáránlegar en vegalengdir, glannaakstur og helv. seinkun alltaf hreint - það er óþolandi
Veiga mín þú átt alla mína strætósamúð
 
Post a Comment

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?