Saturday, July 29, 2006

 

Samviskubit

Ég varð fyrir óþægilegri lífsreynslu áðan. Ég get engum kennt um nema sjálfri mér. Stundum gerir maður sér ekki grein fyrir hvað netið er opið og aðgengilegt og hvað heimurinn er í raun lítill.

Í júni skrifaði ég pistil, þar sem ég var orðin mjög hvekkt yfir hljóðmengun í húsinu mínu. Það heyrðist svo mikið á milli hæða og ég vildi athuga hvort þetta væri normal. Aldrei hvarflaði að mér að pistilinn myndi lenda í höndunum á nágrönnunum á efri hæðinni. Aldrei hvarflaði að mér að orð mín gætu verið gróf og bara hreinlega dónaleg. Ég hef áður þurft að biðjast afsökunar á skrifum mínum á þessu bloggi og það var þegar ég var farin að móðga kennarastéttina í verkfallinu um árið. Ég tók það ekki nærri mér. EN þetta blogg var vel fyrir neðan beltisstað og þegar ég las þennan pistil sem ég skrifaði í júní, varð ég hreinlega skömmustuleg.

Voðalega hef ég verið örg og pirruð þennan dag og látið allt flakka sem var að angra mig. Ég bara vona að þetta verði ekki til að nágrannarnir hati mig. Orðunum í pistlinum var ekki beint til þeirra, heldur var ég að spá í gæðunum á húsinu. Þau eru ekkert hávaðsamari en aðrir og ég hef ekkert nema gott af þeim af segja. Ég get samt alveg skilið ef þau eru fúl út í mig, ég væri brjáluð í þeirra sporum.

Comments:
úpps :-D

En þú nafngreindir þau nú ekkert, þannig að við hin vitum ekkert um hverja ræðir...
 
Nei ég veit og ég skrifa ekki undir fullu nafni. Það var bara hálfgert sjokk að fá þetta framan í andlitið.
 
Þú skrifaðir þetta nafnlaust og nafngreindir ekki. Þú átt ekki að voga þér að skammast þín eina sekúndu!!!
 
mér finnst þú ekki þurfa að skammast þín fyrir eitt né neitt - geri ráð fyrir að þú getir staðið við hvert orð af því sem þú skrifaðir - húsið er alveg jafn illa einangrað eftir sem áður!!!!!!!!!!!! öööööhhhh hvernig veistu að bloggið endaði hjá nágrönnunum - og hver var svona rosalega GÓÐUR að benda þeim á það - og hvernig í fjandanum vissu þau að það væru þau sem væru í brennideplinum?????????????? - nema kannski af því þau eru með hávaða - nei ég segi bara svona.....
 
Vó.

En þú býrð í blokk, er það ekki? Eru ekki margir nágrannar sem koma til greina? Veit þetta fólk eitthvað fyrir víst að um það sé að ræða.

Ég hef bloggað um partý nágranna minna. Vonandi koma þeir ekki og lemja mig! ;)
 
Post a Comment

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?