Thursday, July 27, 2006

 

Labbidi labb

Maður tekur upp á ótrúlegustu hlutum þegar maður hefum nógan tíma. Þessa viku er börnin í útlöndum með pabba sínum og þá hef ég allt í einu miklu meiri tíma aflögu. Á þriðjudagskvöldið dundaði ég mér við að smyrja á mig brúnkukremi og í gær, datt mér í hug að labba bara heim úr vinnunni. Mér lá ekkert á, þurfti ekki að sækja neinn, svo ég gat rölt heim í rólegheitunum. Ég valdi að fara í gegnum Elliðarárdalinn, því það er bæði fallegt og róandi.

Ég er að hugsa um að endurtaka gönguferðina á morgun. Þá ætla ég að vísu að vera í hentugri fötum. Ég var nefnilega í skósíðu þröngu pilsi og það hentar ekkert mjög vel til gönguferða. Svo er spurning hverju maður tekur upp á um helgina.

Comments:
HEI ég hélt það líka að þetta væri þú - ég sá þig - var farþegi í bíl og var á leið heim ;) Þú varst rosa pæja í pilsi með slegið hár og sólgleraugu :)
 
Jamm það var ég. Hélt að sólgleraugun væru soldið of mikið, en ég var líka að nota þau til að varast vindi. Ég tárast svo mikið þegar ég er með vindinn á móti mér.

Hvar varst þú?
 
Hi hi ég var að beygja inn Sogaveginn, á horninu á Bústaðarvegi og Sogavegi - var ekkert smá svekkt hélt kannski að þú hefðir verið að koma við heima hjá mér og ætlað að fá einn latte ;)
 
Þú meinar. Það er aldrei að vita hverju ég tek upp á í næstu viku, í "skyldufríinu".
 
Post a Comment

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?