Monday, July 03, 2006

 

Á hvolpavakt



Á laugardaginn gisti ég í Dalnum hjá systur og mági. Ég svaf í stofunni, ásamt nýjustu fjölskyldumeðlimunum. Ég fílaði mig svona hálfpartinn eins og ljósmóður á vöggustofu. Þar sem ég sef ekki mjög fast, vaknaði ég nokkrum sinnum við ámátlegt væl. Þá var einhver ævintýra-hvolpur búinn að festa sig eða fann ekki restina af hópnum.

Æ þeir eru svo mikil krútt og auðvelt að gleyma sér við að knúsa þá. Læt mynd fylgja með, en tek það fram að hún er ekki nýleg. Ég fæ örugglega nýrri bráðum, þegar ég fer að auglýsa þá af fullum krafti, því svo ótrúlega vill til að þessum krúttum vantar öllum heimili.

Comments: Post a Comment

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?