Friday, July 21, 2006

 

Heitt, heitt, heitt

Það er ekki hægt að kvarta yfir veðrinu þessa dagana, tja nema kannski þegar maður þarf að hanga inni á skrifstofu. Það verður vonandi svona gott veður um helgina, þegar maður getur farið að njóta þess.

Ég á von á sex litlum, svörtum, ferfættum dúllum í heimsókn í dag. Systir mín ætlar að koma með hersinguna, aðallega svo dóttir mín geti fengið að knúsa þá. Við ætlum að sleppa þeim lausum úti í garði og leyfa þeim að ærslast, þe. dótturinni og hvolpunum.

Comments: Post a Comment

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?