Thursday, July 06, 2006

 

Ekki nógu ofvirkur

Ekki gat nú barnalæknirinn fundið neitt athugavert við son minn. Hann "skoraði" bara 18 stig, en hefði þurft að vera með 23 til að teljast ofvirkur. Hann vildi ekki prófa að setja hann á lyf, en talaði bara um að hann þyrfti stífan ramma (döh!) og að kennarinn ætti alveg að geta ráðið við hann. Hann taldi samt gott að drengurinn fengi stuðningsaðila og vildi láta á það reyna fram að áramótum.

Ég lét hann hafa ljósrit af umsögnum kennara hans, þar sem allir voru á sömu skoðun. Nemandinn leysir verkefni sín; ef hann er rólegur, lætur ekki truflast, sýnir stillingu, er ekki með fíflalæti og svo framvegis. Ég hef áhyggur af því að hann geti farið að dragast aftur úr í námi, þar sem hann gerir stundum lítið sem ekkert heilu kennslustundirnar. Faðir hans hafði nú svar við því. Kennararnir eru bara aular. Hann hefur nú líka alltaf haldið því fram að drengurinn sé bara soldið fjörugur og tekur alltaf fram í öllum viðtölum að hann sjái ekki vandamálið sem ég sé að lýsa.

Comments:
En eru það ekki góðar fréttir að hann sé ekki svo ofvirkur að hann þurfi ekki lyf?
 
Illa orðað hjá mér. :)

Ég meina, ekki svo ofvirkur að hann þurfi lyf.
 
Að sjálfsögðu er það jákvætt að drengurinn þurfi ekki lyf. Mér fannst læknirinn bara afgreiða þetta í svo miklum flýti og ekki kynna sér málið nægilega vel.

Ég vona náttúrulega heitt og innilega að stuðningur reynist nóg.
 
Post a Comment

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?