Sunday, July 23, 2006
Allir hvolparnir farnir
Það reyndist ekki erfitt að finna heimili fyrir hvolpana hennar systur minnar, enda allir hin mestu krútt. Ég eyddi eftirmiðdeginum, ásamt móður minni, bróðursyni, Kristínu og ítalskri vinkonu hennar, á heimili systur og mágs í Dalnum. Við vorum úti í góða veðrinu og lékum við hvolpana. Það er líka eins gott að nota tækifærið því eftir verslunarmannahelgi verða þeir allir farnir.