Sunday, July 23, 2006

 

Allir hvolparnir farnir

Það reyndist ekki erfitt að finna heimili fyrir hvolpana hennar systur minnar, enda allir hin mestu krútt. Ég eyddi eftirmiðdeginum, ásamt móður minni, bróðursyni, Kristínu og ítalskri vinkonu hennar, á heimili systur og mágs í Dalnum. Við vorum úti í góða veðrinu og lékum við hvolpana. Það er líka eins gott að nota tækifærið því eftir verslunarmannahelgi verða þeir allir farnir.

Comments:
Heppni að þeir skyldu allir fá heimili. :)

Hvernig þekkist þið Kristín annars?
 
Við þekkjumst ekki neitt. Ég hitti hana í fyrsta skipti í dag. Bróðir hennar er mágur minn.
 
Skil. Heimurinn er lítill og Ísland er dvergríki.
 
Post a Comment

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?