Thursday, June 15, 2006

 

Trampolin, hvolpar og Vox

Það fer að verða æ erfiðara að skipuleggja sumarfrí-dagskrána í rigningunni. Við notuðum tækifærið á þriðjudaginn, þegar rétt stytti upp og fórum að gefa öndunum. Þegar endurnar voru orðnar saddar, þá datt mér í hug að kíkja í kaffi til Elínar. Hún er alltaf skemmtileg og ekki spillir að hún á sjö ára gamlan son. Það reyndist hárrétt ákvörðun, drengirnir skemmtu sér konunglega saman og við Elín höfum alltaf nóg að tala um.

Daginn eftir lá leiðin í sveitarsæluna til systur minnnar. Tíkin hún Týra var nýbúin að eignast sex hvolpa og það var hægt að eyða löngum tíma í að skoða þá. Ekki öfunda ég systur mína þegar þeir verða stærri og fara að ærslast um, allir sex. Um kvöldið fór ég svo út að borða á VOX. Alveg frábær staður og maturinn var mjög ljúffengur. Við fengum níu rétta sýnishornamatseðil, og ég hef aldrei borðað jafn marga rétti. En það var mjög gaman og maður prófaði margt nýtt.

Í dag er svo planið að fara í bíó. Það er líka spurning um að fara og kaupa nýjan regngalla, svo það sé hægt að vera úti í rigningunni. Ég held að ég skrái svo drenginn á leikjanámskeið í næstu viku. Bara svona til að bjarga geðheilsu okkar beggja.

Comments:
hei - takk fyrir heimsóknina - sonurinn á mínu heimili alsæll með leikfélagann :)
hárrétt ákvörðun að skella barninu á leikjanámskeið - þá fær hann leikfélaga í nokkra klukkutíma og þú færð SUMARFRÍ í nokkra klukkutíma ;)
 
Ég hætti við það. Ég ætlaði að mæta tveimur dögum fyrr í vinnuna, en ákvað að halda gamla planinu. Ég hlýt að geta fundið upp á einhverju, tvo daga í viðbót.
 
Post a Comment

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?