Saturday, June 10, 2006

 

Hvad er normal?

Ég bý í nýju fjölbýlishúsi. Undanfarið hef ég verið að velta því fyrir mér hvað telst eðlilegt að heyrist á milli hæða. Mér finnst ég nefnilega heyra meira í nágrönnum mínum, en ég kæri mig um. Þetta er það sem ég er að heyra:

1. Umgang. Ekki bara á skóm, heldur heyri ég fótatak þegar gengið er um á sokkum.
2. Þvottavél. Ég heyri mjög vel í þvottavélinni, hvar sem ég er stödd í íbúðinni minni, þ.e. þegar hún er að vinda.
3. Hávaða í krökkum. Ég heyri þau öskra og grenja (hvort tveggja mjög þreytandi)
4. Krakkarnir skammaðir. Það fylgir í kjölfarið. Heimilisfaðirinn öskrar og ég get stundum greint orðaskil.
5. Útvarp/sjónvarp. Ég get stundum hlustað á fréttirnar af efri hæðinni.
6. Hurðir/skápar lokað. Ég spái stundum í hvort Hurðaskellir búi á efri hæðinni.
7. Vekjaraklukka. Já, einn morguninn vaknaði ég við vekjaraklukkuna af efri hæðinni.

Mér finnst ég vera í soldið erfiðri aðstöðu. Þau segjast hafa sett hljóðeinangrandi efni undir parkettið og ég nenni engan veginn í stríð við nágrannana, en er þetta eðlilegt?

Comments:
Ekki í nýju húsi, nei, þetta finnst mér ekki eðlilegt. Reyndar svona hjá okkur en við erum í bráðum hundrað ára gömlu timburhúsi.

Spurning hvort það sé hægt að gera eitthvað í málunum?
 
Hæ hæ.
Verkfræðingurinn og húsasmiðurinn á heimilinu segja að þetta sé ekki eðlilegt ástand. Verðum í bandi!
 
Þetta er sko ekki eðlilegt, frekar óþægilegt að heyra í nágrönnunum. Það eina sem ég heyri er þegar litla barnið á efri hæðinni grætur á nóttinni (gerist mjög sjaldan), örugglega með eyrnaverk. Ég heyri það bara því það eru engin önnur hljóð. Það verður að tékka á þessu sko!!!
 
Mér finnst þetta skrítið. Bý sjálf í 20 ára gamalli blokk og heyri varla nokkuð í nágrönnunum, nema þegar þeir eru með partí. Bjó áður í nýju fjórbýlishúsi þar sem ég heyrði aldrei neitt í nágrönnunum. Myndi skoða þetta!
 
Þetta er í alla staði óeðlilegt. Ég bý í 40 ára gamalli blokk og ég heyri vart í sjálfri mér, hvað þá nágrönnunum
 
Post a Comment

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?