Wednesday, June 28, 2006

 

Hægt og sígandi

Það er alveg ótrúlegt hvað það tekur langan tíma að koma orkunni í fyrri horf, eftir svona áfall. Ég hef verið að vinna hálfan daginn þessa vikuna og þá er orkan líka búin. Ég er með góða bílstjóra sem keyra mig og sækja eftir vinnu og síðan fer maður heim til mömmu og leggur sig. Mamma hefur verið alveg yndisleg og vill helst ekki sleppa af mér hendinni.

Ég hef fundið mikið fyrir því undanfarið, hversu góða fjölskyldu ég á. Ég er bókstaflega umkringd ástúð og umhyggju. Einnig hafa vinir verið að hringja og bjóða fram aðstoð. Ég er bara snortin, ég segi ekki annað.

Á föstudaginn fer ég svo í MRI tækið og eftir það ætti maður svo að fara að fá einhver svör....vonandi.

Comments:
Finn ekki símanr. þitt - call me eða sendu mér sms ;)
 
Elsku kerlingin -þetta er alveg hrikalegt. Ég sendi þér mínar bestu kveðjur
 
Gangi þér vel og vonandi færðu góðar fréttir bráðum. :)
 
Post a Comment

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?