Wednesday, June 21, 2006
Ekkert fyndið
Mér finnst þetta eiginlega hálf illkvittið. Ég er búin að vera tvær vikur í sumarfríi, í grenjandi rigningu og jafnvel slagveðri. Fyrsta daginn sem ég mæti svo í vinnuna eftir sumarfrí er sól úti. Já, í alvöru, þetta gula á himnum sem maður man varla hvernig lítur út lengur.
Ég hef ekki húmor fyrir þessu, ég er í fýlu!
Ég hef ekki húmor fyrir þessu, ég er í fýlu!