Thursday, June 22, 2006
Algert sjokk
Það síðasta sem ég man eftir að hafa gert, var að kveðja foreldra mína áður en ég lagði af stað heim. Næst rankaði ég við mér á gólfinu, þar sem tveir menn í sjúkraflutninga-samfesting voru að stumra yfir mér. Hvað gerðist í millitíðinni er mér hulin ráðgáta, en ég gat lesið skelfinguna úr augum móður minnar. Ég hafði sem sagt fengið krampaflog, kastast í gólfið með tilheyrandi rykkjum og endaði svo með að froðufella og blæða úr munnvikunum.
Eftir bílferð upp á Lsp Fossvogi í sjúkrabíl (í annað sinn), var ég sett í alls kyns test. Það voru tekin ýmis blóðsýni og önnur sýni, sem komu öll mjög eðlilega út. Einnig var ég sett í CT skann, sem kom eðlilega út. Það er sem sagt ráðgáta hvað kom fyrir og þetta getur víst komið fyrir hvern sem er, hvenær sem er. Ég þakka bara Guði fyrir að ég var ekki lögð af stað í bílnum mínum, ég vil ekki hugsa þá hugsun til enda.
Núna er ég semsagt undir eftirliti heima hjá mömmu og hún hreinlega dekrar við mig. Ég er svo þakklát fyrir að eiga svona góða fjölskyldu og vinir hafa verið að hringja í morgun og athuga hvort ég sé á lífi. Ég má ekki fara í vinnu, ekki keyra og helst ekki gera mikið. Ég á eftir að fara í segulómun á höfðinu, til að útiloka heilaæxli (jæks!). Taugasérfræðingurinn sagðist sjá svona tilfelli, einu sinni á vakt og að tilfellin gætu verið tvö á sólarhring. Sumir lenda í þessu einu sinni á ævinni, en aðrir geta lent í þessu oftar. Áður en hann kvaddi mig, bætti hann því svo við að ég gæti átt von á að missa bílpróf í 1/2-1 ár. Þá fékk ég annað sjokk.
Anyway, ég er lurkum lamin í dag, hef enga orku og verkjar um allan skrokkinn eftir fallið og krampana. Ég er þakklát fyrir að vera enn á lífi, en það er svo skrýtið að maður horfið aðeins öðru vísi á lífið eftir að hafa lent í svona lífsreynslu. Það er engin lygi.
Eftir bílferð upp á Lsp Fossvogi í sjúkrabíl (í annað sinn), var ég sett í alls kyns test. Það voru tekin ýmis blóðsýni og önnur sýni, sem komu öll mjög eðlilega út. Einnig var ég sett í CT skann, sem kom eðlilega út. Það er sem sagt ráðgáta hvað kom fyrir og þetta getur víst komið fyrir hvern sem er, hvenær sem er. Ég þakka bara Guði fyrir að ég var ekki lögð af stað í bílnum mínum, ég vil ekki hugsa þá hugsun til enda.
Núna er ég semsagt undir eftirliti heima hjá mömmu og hún hreinlega dekrar við mig. Ég er svo þakklát fyrir að eiga svona góða fjölskyldu og vinir hafa verið að hringja í morgun og athuga hvort ég sé á lífi. Ég má ekki fara í vinnu, ekki keyra og helst ekki gera mikið. Ég á eftir að fara í segulómun á höfðinu, til að útiloka heilaæxli (jæks!). Taugasérfræðingurinn sagðist sjá svona tilfelli, einu sinni á vakt og að tilfellin gætu verið tvö á sólarhring. Sumir lenda í þessu einu sinni á ævinni, en aðrir geta lent í þessu oftar. Áður en hann kvaddi mig, bætti hann því svo við að ég gæti átt von á að missa bílpróf í 1/2-1 ár. Þá fékk ég annað sjokk.
Anyway, ég er lurkum lamin í dag, hef enga orku og verkjar um allan skrokkinn eftir fallið og krampana. Ég er þakklát fyrir að vera enn á lífi, en það er svo skrýtið að maður horfið aðeins öðru vísi á lífið eftir að hafa lent í svona lífsreynslu. Það er engin lygi.
Comments:
<< Home
Æi dúllan mín. Þetta er hræðilegt að lenda í svona, vona að þú jafnir þig sem fyrst og að allt sé í góðu lagi með þig. Njóttu þess bara að láta dekra við þig.
Post a Comment
<< Home