Thursday, June 01, 2006
ADHD/ODD
Í gær fékk ég lokagreininguna á syninum í hendurnar. Ég vissi að hann væri greindur með ODD (Andstöðuþrjóskuröskun), en í gær bættist sem sagt ADHD (Athyglisbrestur með ofvirkni) ofaná. Þessi samsetning gerir málið mun erfiðara. Ég sé fram á að þurfa að fara á námskeið, eða fá amk. einhverja fræðslu um hvernig er best að standa að uppeldi sonarins og að auki mun hann fara til barnalæknis sem úrskurðar um það hvort þurfi að gefa honum lyf. Ég tel miklar líkur á því að það verði, þar sem barnið er orðið nokkuð stjórnlaust í skólanum. Þar er áreitið náttúrulega mest og mestar kröfur um að vera kyrr og taka eftir.
Ég hef blendnar tilfinningar í garð lyfja. Mér finnst óþægileg hugsun að gefa syni mínum lyf sem hafa áhrif á heilastarfsemina, en ég veit samt að eitthvað verður að gera svo hann fari ekki að dragast aftur úr í námi. Svo hef ég líka heyrt sögur af börnum sem hefur liðið miklu betur á lyfjum.
Ég fékk tíma hjá barnalækninum í byrjun júli, svo núna er bara að bíða.
Ég hef blendnar tilfinningar í garð lyfja. Mér finnst óþægileg hugsun að gefa syni mínum lyf sem hafa áhrif á heilastarfsemina, en ég veit samt að eitthvað verður að gera svo hann fari ekki að dragast aftur úr í námi. Svo hef ég líka heyrt sögur af börnum sem hefur liðið miklu betur á lyfjum.
Ég fékk tíma hjá barnalækninum í byrjun júli, svo núna er bara að bíða.
Comments:
<< Home
barnabarn mitt greindist með þetta sama og fékk rítalín uno og hann gjörbreyttist og gengur vel í skólanum og líður miklu betur stundum þarf að nota hjálpartæki td lyf til að gera tilveruna bærilegri og eigum við að vera þakklát fyrir að það séu einhver úrræði til að hjálpa börnunum og leggja frá okkur alla fordóma um það og gangi ykkur síðan vel kveðja gua
Mér finnst alveg rétt hjá þér að vera treg til að gefa barninu þínu lyf. EN lyf eru stundum ómetanleg hjálp og geta hreinlega verið lífsnauðsynleg. Vonandi færðu góða hjálp frá lækninum og nægar upplýsingar.
Já, eitt enn. Ég þekki eitt dæmi þar sem ritalin var ekki til góðs, en mörg þar sem það hjálpaði mikið.
Hæ hæ
Þetta er í rauninni ekki ný greining á barninu, heldur lokagreining þar sem ADHD hefur oft í för með sér mótþróaþrjóskuröskun sem hliðarröskun.
Þetta er frábært að vera komin með greiningu og flott að vera að fara til barnalæknisins í byrjun júlí - greinilega góð þjónusta í Kópavoginum ;)
EF læknirinn mælir með Ritalini myndi ég HIKLAUST taka tilboðinu. Þú átt eftir að sjá mun á honum strax fyrsta daginn - ég lofa.
Knúsar og allur stuðningur sem þú þarft frá mér til þín dúllan mín.
Þetta er í rauninni ekki ný greining á barninu, heldur lokagreining þar sem ADHD hefur oft í för með sér mótþróaþrjóskuröskun sem hliðarröskun.
Þetta er frábært að vera komin með greiningu og flott að vera að fara til barnalæknisins í byrjun júlí - greinilega góð þjónusta í Kópavoginum ;)
EF læknirinn mælir með Ritalini myndi ég HIKLAUST taka tilboðinu. Þú átt eftir að sjá mun á honum strax fyrsta daginn - ég lofa.
Knúsar og allur stuðningur sem þú þarft frá mér til þín dúllan mín.
Já, ég hugsa að ég eigi eftir að samþykkja lyfjagjöf, ef læknirinn mælir með henni.
Eftir að hafa lesið námsmatið hans, þar sem allir kennarar skrifa um það að honum gangi vel í faginu ÞEGAR hann nær að einbeita sér, er ég ekki í vafa. Ég vil alls ekki að hann fari að dragast aftur úr. Hann er ekki illa gefinn, getur bara ekki einbeitt sér.
Eftir að hafa lesið námsmatið hans, þar sem allir kennarar skrifa um það að honum gangi vel í faginu ÞEGAR hann nær að einbeita sér, er ég ekki í vafa. Ég vil alls ekki að hann fari að dragast aftur úr. Hann er ekki illa gefinn, getur bara ekki einbeitt sér.
Já það er frábært að það sé komin endanleg greining á drenginn, bara gangi ykkur allt í haginn, því að þetta verður heilmikil vinna
Það er því miður mikill áróður gegn rítalíni undanfarin misseri. Þvílíkar horrorsögur ganga manna á milli og því miður hafa nokkrar mæður sem ég þekki ákveðið að synja lyfjagjöf vegna þessa og viðkomandi börn þjást.
Það eru þó til dæmi þess að lyfjagjöf hefur ekki verið besta úrlausnin og ber alls ekki að afneita því.
En afstaða þín með að vilja ekki gefa barni þínu lyf að óþörfu er mjög skiljanleg og í raun mjög rétt afstaða. Það er engin ástæða og held ég að ekkert foreldri láti börnin sín taka lyf nema af illri nauðsyn. En stundum er sú nauðsyn til staðar og þá er það ekkert skammarlegt eða neikvætt að fara eftir því.
Gangi ykkur vel :)
Post a Comment
Það eru þó til dæmi þess að lyfjagjöf hefur ekki verið besta úrlausnin og ber alls ekki að afneita því.
En afstaða þín með að vilja ekki gefa barni þínu lyf að óþörfu er mjög skiljanleg og í raun mjög rétt afstaða. Það er engin ástæða og held ég að ekkert foreldri láti börnin sín taka lyf nema af illri nauðsyn. En stundum er sú nauðsyn til staðar og þá er það ekkert skammarlegt eða neikvætt að fara eftir því.
Gangi ykkur vel :)
<< Home