Friday, June 30, 2006
MRI raunir
eða "Er virkilega hægt að vera alveg hreyfingarlaus í 40 mínútur".
Það er allavega mjög erfitt. Ég gat engan veginn slakað á í þessum hólk sem ég var sett í og ekki var hávaðinn til að bæta það. Ég reyndi samt að gera mitt besta og með Noruh Jones í eyrunum, lét ég mig dreyma um ferðalög og sólríkar strandir.
Og nú bíð ég bara eftir viðtali við taugasérfræðinginn.
Það er allavega mjög erfitt. Ég gat engan veginn slakað á í þessum hólk sem ég var sett í og ekki var hávaðinn til að bæta það. Ég reyndi samt að gera mitt besta og með Noruh Jones í eyrunum, lét ég mig dreyma um ferðalög og sólríkar strandir.
Og nú bíð ég bara eftir viðtali við taugasérfræðinginn.
Wednesday, June 28, 2006
Hægt og sígandi
Það er alveg ótrúlegt hvað það tekur langan tíma að koma orkunni í fyrri horf, eftir svona áfall. Ég hef verið að vinna hálfan daginn þessa vikuna og þá er orkan líka búin. Ég er með góða bílstjóra sem keyra mig og sækja eftir vinnu og síðan fer maður heim til mömmu og leggur sig. Mamma hefur verið alveg yndisleg og vill helst ekki sleppa af mér hendinni.
Ég hef fundið mikið fyrir því undanfarið, hversu góða fjölskyldu ég á. Ég er bókstaflega umkringd ástúð og umhyggju. Einnig hafa vinir verið að hringja og bjóða fram aðstoð. Ég er bara snortin, ég segi ekki annað.
Á föstudaginn fer ég svo í MRI tækið og eftir það ætti maður svo að fara að fá einhver svör....vonandi.
Ég hef fundið mikið fyrir því undanfarið, hversu góða fjölskyldu ég á. Ég er bókstaflega umkringd ástúð og umhyggju. Einnig hafa vinir verið að hringja og bjóða fram aðstoð. Ég er bara snortin, ég segi ekki annað.
Á föstudaginn fer ég svo í MRI tækið og eftir það ætti maður svo að fara að fá einhver svör....vonandi.
Thursday, June 22, 2006
Algert sjokk
Það síðasta sem ég man eftir að hafa gert, var að kveðja foreldra mína áður en ég lagði af stað heim. Næst rankaði ég við mér á gólfinu, þar sem tveir menn í sjúkraflutninga-samfesting voru að stumra yfir mér. Hvað gerðist í millitíðinni er mér hulin ráðgáta, en ég gat lesið skelfinguna úr augum móður minnar. Ég hafði sem sagt fengið krampaflog, kastast í gólfið með tilheyrandi rykkjum og endaði svo með að froðufella og blæða úr munnvikunum.
Eftir bílferð upp á Lsp Fossvogi í sjúkrabíl (í annað sinn), var ég sett í alls kyns test. Það voru tekin ýmis blóðsýni og önnur sýni, sem komu öll mjög eðlilega út. Einnig var ég sett í CT skann, sem kom eðlilega út. Það er sem sagt ráðgáta hvað kom fyrir og þetta getur víst komið fyrir hvern sem er, hvenær sem er. Ég þakka bara Guði fyrir að ég var ekki lögð af stað í bílnum mínum, ég vil ekki hugsa þá hugsun til enda.
Núna er ég semsagt undir eftirliti heima hjá mömmu og hún hreinlega dekrar við mig. Ég er svo þakklát fyrir að eiga svona góða fjölskyldu og vinir hafa verið að hringja í morgun og athuga hvort ég sé á lífi. Ég má ekki fara í vinnu, ekki keyra og helst ekki gera mikið. Ég á eftir að fara í segulómun á höfðinu, til að útiloka heilaæxli (jæks!). Taugasérfræðingurinn sagðist sjá svona tilfelli, einu sinni á vakt og að tilfellin gætu verið tvö á sólarhring. Sumir lenda í þessu einu sinni á ævinni, en aðrir geta lent í þessu oftar. Áður en hann kvaddi mig, bætti hann því svo við að ég gæti átt von á að missa bílpróf í 1/2-1 ár. Þá fékk ég annað sjokk.
Anyway, ég er lurkum lamin í dag, hef enga orku og verkjar um allan skrokkinn eftir fallið og krampana. Ég er þakklát fyrir að vera enn á lífi, en það er svo skrýtið að maður horfið aðeins öðru vísi á lífið eftir að hafa lent í svona lífsreynslu. Það er engin lygi.
Eftir bílferð upp á Lsp Fossvogi í sjúkrabíl (í annað sinn), var ég sett í alls kyns test. Það voru tekin ýmis blóðsýni og önnur sýni, sem komu öll mjög eðlilega út. Einnig var ég sett í CT skann, sem kom eðlilega út. Það er sem sagt ráðgáta hvað kom fyrir og þetta getur víst komið fyrir hvern sem er, hvenær sem er. Ég þakka bara Guði fyrir að ég var ekki lögð af stað í bílnum mínum, ég vil ekki hugsa þá hugsun til enda.
Núna er ég semsagt undir eftirliti heima hjá mömmu og hún hreinlega dekrar við mig. Ég er svo þakklát fyrir að eiga svona góða fjölskyldu og vinir hafa verið að hringja í morgun og athuga hvort ég sé á lífi. Ég má ekki fara í vinnu, ekki keyra og helst ekki gera mikið. Ég á eftir að fara í segulómun á höfðinu, til að útiloka heilaæxli (jæks!). Taugasérfræðingurinn sagðist sjá svona tilfelli, einu sinni á vakt og að tilfellin gætu verið tvö á sólarhring. Sumir lenda í þessu einu sinni á ævinni, en aðrir geta lent í þessu oftar. Áður en hann kvaddi mig, bætti hann því svo við að ég gæti átt von á að missa bílpróf í 1/2-1 ár. Þá fékk ég annað sjokk.
Anyway, ég er lurkum lamin í dag, hef enga orku og verkjar um allan skrokkinn eftir fallið og krampana. Ég er þakklát fyrir að vera enn á lífi, en það er svo skrýtið að maður horfið aðeins öðru vísi á lífið eftir að hafa lent í svona lífsreynslu. Það er engin lygi.
Wednesday, June 21, 2006
Ekkert fyndið
Mér finnst þetta eiginlega hálf illkvittið. Ég er búin að vera tvær vikur í sumarfríi, í grenjandi rigningu og jafnvel slagveðri. Fyrsta daginn sem ég mæti svo í vinnuna eftir sumarfrí er sól úti. Já, í alvöru, þetta gula á himnum sem maður man varla hvernig lítur út lengur.
Ég hef ekki húmor fyrir þessu, ég er í fýlu!
Ég hef ekki húmor fyrir þessu, ég er í fýlu!
Monday, June 19, 2006
The End, part 1
Jæja, þá sér fyrir endalokum á sumarfríi númer eitt. Seinni hluti verður síðan í ágúst. Ég ætla rétt að vona að veðrið verði aðeins betra í seinni hlutanum.
Það er nú varla hægt að segja að það sé búið að afreka margt í sumarfríinu, en þó er búin að vera dagskrá allan daginn. Þeir foreldrar sem eiga börn med ADHD, skilja ósköp vel hvað ég er að tala um. Það er kannski ljótt að segja það, en ég hálf hlakka til að fara aftur í vinnuna, til að geta slakað á. Ég elska son minn út af lífinu, en stundum getur hann gert mig alveg brjálaða.
Ég verð greinilega að skipuleggja síðari hlutann aðeins betur og vonandi verður betra veður, svo hægt verði að vera meira utandyra.
Það er nú varla hægt að segja að það sé búið að afreka margt í sumarfríinu, en þó er búin að vera dagskrá allan daginn. Þeir foreldrar sem eiga börn med ADHD, skilja ósköp vel hvað ég er að tala um. Það er kannski ljótt að segja það, en ég hálf hlakka til að fara aftur í vinnuna, til að geta slakað á. Ég elska son minn út af lífinu, en stundum getur hann gert mig alveg brjálaða.
Ég verð greinilega að skipuleggja síðari hlutann aðeins betur og vonandi verður betra veður, svo hægt verði að vera meira utandyra.
Thursday, June 15, 2006
Trampolin, hvolpar og Vox
Það fer að verða æ erfiðara að skipuleggja sumarfrí-dagskrána í rigningunni. Við notuðum tækifærið á þriðjudaginn, þegar rétt stytti upp og fórum að gefa öndunum. Þegar endurnar voru orðnar saddar, þá datt mér í hug að kíkja í kaffi til Elínar. Hún er alltaf skemmtileg og ekki spillir að hún á sjö ára gamlan son. Það reyndist hárrétt ákvörðun, drengirnir skemmtu sér konunglega saman og við Elín höfum alltaf nóg að tala um.
Daginn eftir lá leiðin í sveitarsæluna til systur minnnar. Tíkin hún Týra var nýbúin að eignast sex hvolpa og það var hægt að eyða löngum tíma í að skoða þá. Ekki öfunda ég systur mína þegar þeir verða stærri og fara að ærslast um, allir sex. Um kvöldið fór ég svo út að borða á VOX. Alveg frábær staður og maturinn var mjög ljúffengur. Við fengum níu rétta sýnishornamatseðil, og ég hef aldrei borðað jafn marga rétti. En það var mjög gaman og maður prófaði margt nýtt.
Í dag er svo planið að fara í bíó. Það er líka spurning um að fara og kaupa nýjan regngalla, svo það sé hægt að vera úti í rigningunni. Ég held að ég skrái svo drenginn á leikjanámskeið í næstu viku. Bara svona til að bjarga geðheilsu okkar beggja.
Daginn eftir lá leiðin í sveitarsæluna til systur minnnar. Tíkin hún Týra var nýbúin að eignast sex hvolpa og það var hægt að eyða löngum tíma í að skoða þá. Ekki öfunda ég systur mína þegar þeir verða stærri og fara að ærslast um, allir sex. Um kvöldið fór ég svo út að borða á VOX. Alveg frábær staður og maturinn var mjög ljúffengur. Við fengum níu rétta sýnishornamatseðil, og ég hef aldrei borðað jafn marga rétti. En það var mjög gaman og maður prófaði margt nýtt.
Í dag er svo planið að fara í bíó. Það er líka spurning um að fara og kaupa nýjan regngalla, svo það sé hægt að vera úti í rigningunni. Ég held að ég skrái svo drenginn á leikjanámskeið í næstu viku. Bara svona til að bjarga geðheilsu okkar beggja.
Saturday, June 10, 2006
Hvad er normal?
Ég bý í nýju fjölbýlishúsi. Undanfarið hef ég verið að velta því fyrir mér hvað telst eðlilegt að heyrist á milli hæða. Mér finnst ég nefnilega heyra meira í nágrönnum mínum, en ég kæri mig um. Þetta er það sem ég er að heyra:
1. Umgang. Ekki bara á skóm, heldur heyri ég fótatak þegar gengið er um á sokkum.
2. Þvottavél. Ég heyri mjög vel í þvottavélinni, hvar sem ég er stödd í íbúðinni minni, þ.e. þegar hún er að vinda.
3. Hávaða í krökkum. Ég heyri þau öskra og grenja (hvort tveggja mjög þreytandi)
4. Krakkarnir skammaðir. Það fylgir í kjölfarið. Heimilisfaðirinn öskrar og ég get stundum greint orðaskil.
5. Útvarp/sjónvarp. Ég get stundum hlustað á fréttirnar af efri hæðinni.
6. Hurðir/skápar lokað. Ég spái stundum í hvort Hurðaskellir búi á efri hæðinni.
7. Vekjaraklukka. Já, einn morguninn vaknaði ég við vekjaraklukkuna af efri hæðinni.
Mér finnst ég vera í soldið erfiðri aðstöðu. Þau segjast hafa sett hljóðeinangrandi efni undir parkettið og ég nenni engan veginn í stríð við nágrannana, en er þetta eðlilegt?
1. Umgang. Ekki bara á skóm, heldur heyri ég fótatak þegar gengið er um á sokkum.
2. Þvottavél. Ég heyri mjög vel í þvottavélinni, hvar sem ég er stödd í íbúðinni minni, þ.e. þegar hún er að vinda.
3. Hávaða í krökkum. Ég heyri þau öskra og grenja (hvort tveggja mjög þreytandi)
4. Krakkarnir skammaðir. Það fylgir í kjölfarið. Heimilisfaðirinn öskrar og ég get stundum greint orðaskil.
5. Útvarp/sjónvarp. Ég get stundum hlustað á fréttirnar af efri hæðinni.
6. Hurðir/skápar lokað. Ég spái stundum í hvort Hurðaskellir búi á efri hæðinni.
7. Vekjaraklukka. Já, einn morguninn vaknaði ég við vekjaraklukkuna af efri hæðinni.
Mér finnst ég vera í soldið erfiðri aðstöðu. Þau segjast hafa sett hljóðeinangrandi efni undir parkettið og ég nenni engan veginn í stríð við nágrannana, en er þetta eðlilegt?
Wednesday, June 07, 2006
Sumar
Fyrsti dagur í sumarfríi, það er rok og rigning úti. Jeiiii!
Ég sé fram á að þurfa að skipuleggja fullt af hlutum sem hægt er að gera innanhúss. EÐA kaupa mér regngalla.
Ég sé fram á að þurfa að skipuleggja fullt af hlutum sem hægt er að gera innanhúss. EÐA kaupa mér regngalla.
Thursday, June 01, 2006
ADHD/ODD
Í gær fékk ég lokagreininguna á syninum í hendurnar. Ég vissi að hann væri greindur með ODD (Andstöðuþrjóskuröskun), en í gær bættist sem sagt ADHD (Athyglisbrestur með ofvirkni) ofaná. Þessi samsetning gerir málið mun erfiðara. Ég sé fram á að þurfa að fara á námskeið, eða fá amk. einhverja fræðslu um hvernig er best að standa að uppeldi sonarins og að auki mun hann fara til barnalæknis sem úrskurðar um það hvort þurfi að gefa honum lyf. Ég tel miklar líkur á því að það verði, þar sem barnið er orðið nokkuð stjórnlaust í skólanum. Þar er áreitið náttúrulega mest og mestar kröfur um að vera kyrr og taka eftir.
Ég hef blendnar tilfinningar í garð lyfja. Mér finnst óþægileg hugsun að gefa syni mínum lyf sem hafa áhrif á heilastarfsemina, en ég veit samt að eitthvað verður að gera svo hann fari ekki að dragast aftur úr í námi. Svo hef ég líka heyrt sögur af börnum sem hefur liðið miklu betur á lyfjum.
Ég fékk tíma hjá barnalækninum í byrjun júli, svo núna er bara að bíða.
Ég hef blendnar tilfinningar í garð lyfja. Mér finnst óþægileg hugsun að gefa syni mínum lyf sem hafa áhrif á heilastarfsemina, en ég veit samt að eitthvað verður að gera svo hann fari ekki að dragast aftur úr í námi. Svo hef ég líka heyrt sögur af börnum sem hefur liðið miklu betur á lyfjum.
Ég fékk tíma hjá barnalækninum í byrjun júli, svo núna er bara að bíða.