Wednesday, May 31, 2006
Votir vordagar
Það eru alls staðar rútur í umferðinni í dag, fullar af skólabörnum. Ég held að kennslu sé lokið í langflestum skólum og nú á að gera eitthvað skemmtilegt þessa síðustu daga skólaársins. Það væri bara óskandi að veðrið væri betra. Það var svo hvasst í fjöllunum hjá mér í gær, að sólstólar flugu um allar trissur. Ég þurfti að hlaupa á eftir einum, langt út á tún og koma þeim svo inn í skjól.
Unglingurinn liggur veik heima, eftir ævintýraferð gærdagsins. Það var bara of kalt og blautt. Vonandi verður betra veður á morgun.
Unglingurinn liggur veik heima, eftir ævintýraferð gærdagsins. Það var bara of kalt og blautt. Vonandi verður betra veður á morgun.