Monday, May 15, 2006
Unglingavinna
Dóttir mín er 14 ára gömul. Hún hefur mikinn áhuga á því að vinna smávegis með skólanum, bara svona til að eiga pening fyrir fötum og snyrtivörum. Hún er búin að fara á nokkra staði til að athuga með vinnu, en fær alls staðar neikvæð svör. Svörin eru yfirleitt sú að hún sé of ung. Hún má sem sagt ekki vinna í Bónus, Hagkaup, Spar, Mekong, Nettó og fleiri stöðum. Það eina sem hún má gera, er að bera út blöð og passa börn. Hún hefur sem sagt þroska til að bera ábyrgð á börnum, en ekki til að raða í hillur.
Mér þykir þetta bara soldið skondið.
Mér þykir þetta bara soldið skondið.
Comments:
<< Home
ég held það sé verið að koma í veg fyrir barnaþrælkun skv. barnasáttmála sameinuðu þjóðanna
gæti trúað að íslendingar séu með sérsamning sem leyfi unglingavinnuna - en annars er sameinuðu þjóðunum illa við að börn undir 18 séu að vinna því börn eiga rétt á því að vera börn hmmmmmm ;)
skil dótturina samt mjög vel - vildi að ég ætti sjoppu sem hún gæti unnið í...........
gæti trúað að íslendingar séu með sérsamning sem leyfi unglingavinnuna - en annars er sameinuðu þjóðunum illa við að börn undir 18 séu að vinna því börn eiga rétt á því að vera börn hmmmmmm ;)
skil dótturina samt mjög vel - vildi að ég ætti sjoppu sem hún gæti unnið í...........
Ég skil að það þurfi að vera reglur sem koma í veg fyrir barnaþrælkun, en mér finnst samt að það megi leyfa unglingum að vinna nokkra tíma á viku. Það er bara þroskandi og þau fá smá pening í vasann.
prófaðu 11-11... þeir gera stundum undantekingar ef það vantar virkilega fólk (sem er eiginlega alltaf)
Hún þarf greinilega að koma við á fleiri stöðum. Hvar hefur þú haldið þig fiel-frodo, ég sakna bloggsins frá þér.
Nei alls ekki, hún ætlar að fara í unglingavinnuna. Hún er bara búin að vera að leita sér að vinnu með skólanum.
Post a Comment
<< Home