Tuesday, May 23, 2006
Leikfimispróf
Ég fékk martröð í nótt. Mig dreymdi að ég væri komin aftur í skóla og væri að taka leikfimispróf. Ég stóð mig jafn hörmulega og ég gerði á mínum skólaárum. Ég vaknaði í sjokki.
Það rifjaðist upp fyrir mér, hversu mikil martröð leikfimispróf voru þegar ég var í skóla. Ég var alla tíð í þéttari kantinum og aldrei góð í leikfimi og þar af leiðandi kveið mig alltaf fyrir leikfimisprófum.
Svo varð ég örg. Ég hugsaði um það hvað leikfimispróf eru í raun og veru fáránleg. Ég styð það heilshugar að börn og unglingar séu í leikfimi, því öll hreyfing er bara góð. En að þau séu látin taka próf í þessu, sem getur haft áhrif á meðaleinkunn finnst mér út í hött. Það væri miklu nær að byggja leikfimiseinkunn á ástundun og áhugasemi. Sumir sluppu nefnilega við mætingu allan veturinn, en fengu svo tíu á prófinu. Ég mætti samviskusamlega, fékk lágt á prófi og lækkaði með því meðaleinkunn. Algert óréttlæti.
Það rifjaðist upp fyrir mér, hversu mikil martröð leikfimispróf voru þegar ég var í skóla. Ég var alla tíð í þéttari kantinum og aldrei góð í leikfimi og þar af leiðandi kveið mig alltaf fyrir leikfimisprófum.
Svo varð ég örg. Ég hugsaði um það hvað leikfimispróf eru í raun og veru fáránleg. Ég styð það heilshugar að börn og unglingar séu í leikfimi, því öll hreyfing er bara góð. En að þau séu látin taka próf í þessu, sem getur haft áhrif á meðaleinkunn finnst mér út í hött. Það væri miklu nær að byggja leikfimiseinkunn á ástundun og áhugasemi. Sumir sluppu nefnilega við mætingu allan veturinn, en fengu svo tíu á prófinu. Ég mætti samviskusamlega, fékk lágt á prófi og lækkaði með því meðaleinkunn. Algert óréttlæti.
Comments:
<< Home
Sammála.
Ég HATAÐI leikfimi sem krakki. Og þó var ég ekki nokkurn skapaðan hlut þétt (ekki þá, sko!) Var bara lítil, sein að hlaupa og vonlaus í flestum íþróttum. Enda skrópaði ég í alla leikfimitíma í menntaskóla. Sem betur fer var þá ekki farið að hafa skyldumætingu, ég fékk bara mínuseiningar.
Auðvitað eiga krakkar að hreyfa sig en það er bara ekki alveg hægt að gera kröfur til að allir séu eins líkamlega færir.
Humm. Það er kannski heldur ekki hægt að gera þær kröfur að allir séu jafn andlega færir heldur...
Ég HATAÐI leikfimi sem krakki. Og þó var ég ekki nokkurn skapaðan hlut þétt (ekki þá, sko!) Var bara lítil, sein að hlaupa og vonlaus í flestum íþróttum. Enda skrópaði ég í alla leikfimitíma í menntaskóla. Sem betur fer var þá ekki farið að hafa skyldumætingu, ég fékk bara mínuseiningar.
Auðvitað eiga krakkar að hreyfa sig en það er bara ekki alveg hægt að gera kröfur til að allir séu eins líkamlega færir.
Humm. Það er kannski heldur ekki hægt að gera þær kröfur að allir séu jafn andlega færir heldur...
Hvað með að hætta þessum ógurlegu einkunnagjöfum alltaf hreint í öllum fögum. Hvað með að fá uppbyggjandi og leiðbeinandi umsögn í leikfimi og öðrum greinum. Held að þá minnki verulega magaverkurinn hjá mörgun. Út með helv.... prófin.
haha já og hvað er svo díllinn með prófin í þessum leikfimitímum?
kollhnísar, stökkva yfir hest, hoppa upp á kistu og taka kollhnís þar ble ble ble.. eitthvað drasl sem enginn gerir né mun gera í framtíðinni.
kollhnísar, stökkva yfir hest, hoppa upp á kistu og taka kollhnís þar ble ble ble.. eitthvað drasl sem enginn gerir né mun gera í framtíðinni.
hva! fer enginn í handahlaup í vinnunni ykkar?
(handahlaup, ein af leikfimismartröðum mínum úr barnæsku)
gæti ekki verið meira sammála þér veigfreður mín.
Post a Comment
(handahlaup, ein af leikfimismartröðum mínum úr barnæsku)
gæti ekki verið meira sammála þér veigfreður mín.
<< Home